Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 29
109
efnahagxir manna lagaöist mikið. í heild sinni er æfi verkmanna
hér ill. I’eir fá oft helzt atvinnu, sem skulda í búðunum, og verzl-
ununum er aldrei ráðafátt, að halda þeim mönnum í skuldum, sem
þær hafa hag á. Samtök milli verkmanna hafa verið reynd og
stofnuð svo hóflega, að sumir vinnuveitendur sáu þar jafnvel hag
sinn trygðan og hlúðu að samtökunum, en það varð þó ofan á,
að þau slitnuðu, því þeir urðu fleiri, sem neyðin og náttúrufarið
hötðu fastari tök á en félagarnir. Hingað koma og margir menn
að leita sér atvinnu, helzt af Suðurlandi og er það mest til út-
vegsmanna bæði í bænum og einkum úti í firðinum. Hér hefir
þessi árin verið mjög mannmargt á sumrum. Hér er og tölu-
verður áhugi á jarðrækt og búið að gera að túnum og girða mest
af mýrunum inn með ánni báðumegin. Kaupgjald hefir verið hér
hátt þessi ár, eftir því sem annarstaðar gerist, alt að 45 aurum
um tímann stundum, og oft mannskortur.
Verzlun er hér í heild sinni ekki slæm og ýmsar nauðsynja-
vörur hafa oft verið ódýrri hér en víðast annarstaðar á landinu.
Kol hafa t. d. kcstað hér eyri pundið, þegar þau hafa kostað 11ji
og H/a í Reykjavík, en hér er oft vöruskortur, svo að nálega
vantar alt stundum, sem menn þurfa sér til bjargar. Svo hefir
það verið núna sum síðustu árin.
Annars er hér kostur á flestu því, sem siðaðir menn telja
sér nauðsynlegt. Fötin fáum við hjá Eyjólfi Jónssyni og þykja
þau fara vel hjá honum, en það, sem til þeirra er lagt, fer auð-
vitað eftir verðinu. Hann hefir og ljósmyndastofu, svo menn geta
látið mynda sig í nýju fötunum. Skór fást hér laglegir í skó-
smíðaverkstofunni nýju, en traustir hafa þeir ekki reynst mér.
Ur og aðgerð á þeim fæst á úrsmíðastofum þeirra Stefáns og
Friðriks og svona mætti telja upp alt, sem manni dettur í hug,
málafærslu og meðöl, spítala og legstað, því bærinn á sjálfur
kirkjugarð hér inni á mýrunum. íshús er hér og reykingahús.
Paö á Imsland gamli og reykir ágætavel. Hér þarf því enginn
maður að éta úldinn mat fremur en hann vill.
Líðan manna er hér í heild sinni víst ekki slæm nú á þess-
um árum, og það segja kunnugir menn, að skortur og fátækt sé
hér minni en sumstaðar annarstaðar, og þó er hvorttveggja ærið
nóg. Samgöngur eru hér góðar við útlönd, svo að við fáum