Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Side 32

Eimreiðin - 01.05.1903, Side 32
11 2 eins og aö geta greint a frá u> í grísku stafrofi, en enga prakt- iska þýðingu hefir það. Pegar menn læra að lesa, þá er þeim kent stafrofið, því næst að kveða að, og ekki fyr hætt en menn eru orðnir læsir. Beri maður nú söngfræðiskensluna saman við þetta, þá kemst maður að þessari niðurstöðu: Manni er kent stafrofið o: að þekkja nót- urnar hverja frá annarri, en hvorki að kveba aö, né lesa; með öðrum orðum: manni er ekki kent að þekkja þær í sambandi hverja við aðra, meb tilliti til tónhæðar og tóndýptar. Til þess að skýra betur, hvað ég á við, tek ég ljóst dæmi: Þú veizt, að fyrsta nótan er kölluð c og er hálfnóta, önnur e og er fjórðungsnóta o. s. frv.; en nú er mér það ekki nóg. Ég bið þig að lofa mér að heyra hvernig lagið byrjar. — Pér er það jafnómögulegt eins og óvita, þó að þú kunnir nótnanöfnin utan- að. Og hvar eru þá ávextirnir af söngfræðiskunnáttu þinni, að hverju gagni kemur þá þessi fróðleikur? Fyrir söngmanninn er hann einskisvirði. Ég legg þakkarorð á milli, ef söngkennarinn segir honum, að þá nótu, sem standi fyrir ofan aðrar á nótna- strengnum, eigi að syngja hærra (ekki sterkara) en þær, og þá, sem standi neðar, dýpra. Éá geta þær þó orðið honum til nokk- urrar leiðbeiningar eins og neumurnar vóru mönnum á 9. og 10. öld. Ég gat þess áðan, að í skólum væri öll áherzlan lögð á kenslu margraddaðra sönglaga, tvíraddaðra, joríraddaðra og fjór- raddabra. Og það er ekki að eins gert í hærri skólum, heldur einnig í barnaskólum og ekki að eins í efstu bekkjum skólanna; það er byrjað á því í neðstu bekkjunum. Kenslan fer fram á þann veg, að söngkennarinn spilar hverja einstaka rödd fyrir sig, þangað til nemendurnir eru búnir að læra hana, — þó ekki nema helmingurinn af þeim eða ekki það — utanað. Á annan hátt er það ekki og getur það ekki verið, þar sem hávaðinn af þeim hefir ekki önnur not af nótum en þau, að staða þeirra á nótna- strengjunum minnir þá á, hvar röddin á að hækka eða lækka. Á þessu er byrjaö og á þessu er endað. Árangurinn af þessari söngkenslu hlýtur því hugsjónarrétt skoðað að vera sá, að þegar skólanáminu er lokið, hafa nemendurnir lært eina rödd í nokkr- um lögum og lítið eða ekkert þar fram yfir og þeir standa engu nær því, að bæta nokkru við af eigin rammleik eftir en áður, þeir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.