Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 37
Galdurinn er sá, að það ætti að byrja á að kenna mönnum
að þekkja nóturnar sem tónlengdartákn, áður en þeir læra
nöfn þeirra og þýðingu sem tónhæðarmerkja, það ætti að byrja á
taktinum, slífinu í söngnum«, af því hann er að miklum mun auð-
veldari og auðlærðari en tónbilin. þegar menn eru búnir að læra
hann, bóklega og verklega, að minsta kosti einfaldar takttegundir,
þá má byrja á hinu.
Pað er engan veginn nóg, þó að menn viti, að hálfnótunni
á að halda helmingi lengur en fjórðungsnótunni o. s. frv.; þeir
verða að geta sungið hana þannig. Pað lærist mönnum bezt með
því, að þeir slái sjálfir taktinn, um leið og þeir lesa samstöfuna
»la« undir taktliðunum t. d. J J J
la, la, la,
J J
la, la,
j !
• • • •
la, la, la, la,
J
ö
la, )a
s. frv. Seinna má setja orð undir og lesa þau eða syngja við
o. s. frv.
alkunn lög t. d. J J J I l Ó Ó 1 i j j | J i é • é é ó 4
Hlíð-in mín fríð - a hjall-a með-ur Jgræn- a
Menn læra þá að syngja eftir nótum, en þær gefa þeim enn sem
komið er aðeins til kynna, hvernig takt lagsins er, en ekki hvernig
hlutfallið er á milli tónanna innbyrðis með tilliti til tónhæðarinnar.
I’egar menn eru orðnir leiknir í þessu, þá má, eins og áður
er á minst, fara að kenna þeim að þekkja og hafa gagn af hinum
eiginleik nótnanna, að þær tákna mismunandi tónhæð eða tónbil,
auk þess sem þær tákna mismunandi sönghraða. Dæmi:
Um fyrstu nótuna vitum vér það, að hún er
dregin helmingi lengur en hinar hvor um sig. Nú fáum vér að
vita það um hana frekar, að hún er kölluð c og er dýpri en hin-
ar báðar. Um þær vitum vér það, að þær jafngilda báðar til
samans þeirrí fyrstu. Nú setjum vér það á oss í viðbót, að önn-
ur nótan heitir e og er sungin hærra en sú fyrsta; sú þriðja heitir
g og er sungin hæst. En til þess að hafa full not af þeim, þarf
meira en þetta. Vér þurfum að vita nákvæmlega, hve miklu
hærri önnur á að vera en sú fyrsta og þriðja heldur en önnur;
vér þurfum að vita tónhæðarhlutföllin og geta gert réttan mun á
tónbilunum með vorum eigin hljóðum. Pá og þá fyrst hefir
söngmaðurinn full not af nótnakunnáttu sinni, þá fyrst kann hann
málið svo, að hann getur bjargað sér upp á eigin spýtur. Til
þess þarf auðvitað talsverða æfingu og ástundun, því »enginn
verður óbarinn biskup«, en fyr en menn læra það til gagns í