Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 71

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 71
Sveitin min. Hlógu við mér hlíöar hýrra blómalunda í mætum morgunroða minna æfistunda þar, sem bernsku býli bygt á grænu leiti sást í sumarfagri sveit með ljótu heiti. Sá ég hvergi svífa svani’ á vængjum fegri, himinfugla hljóma hvergi yndislegri; sást á blómasafni sunnuglit í hvammi; ljósálfar sér léku í lækjadrögum frammi. Sumargræni salur, sé ég þig í anda; þínir fast á foldu fjallaveggir standa, heiöblár himinn yfir, hlið er stórt á salnum út að vesturægi, op á fjalladalnum. Máluð mjallahvítu mín er höll á vetur, ritar máni á mjöllu margbreytt hulduletur, norðurblossar nætur niður þeyta gliti, himinblámi breytist boga regns í liti. Sól á vesturvegum varpar aftanljóma, inn um hallarhliðið hrindir geislablóma, dýfir svo í djúpið dýrum ljósafaldi, hægt þá hliði lokar húm með rökkurtjaldi. Sífelt svanir kveði, sveit, við þína voga, vaggi sér á vængjum vors í sunnu loga; blómsturrósa blöðum blær í hita svali, röðull ljósaröðum rinda liti og dali. Z. 7h.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.