Eimreiðin - 01.05.1903, Page 72
152
„Hinn þröngi vegur“.
Hugsanir mínar cru eins og sandur á sjávarströnd: Pegar ég tek þœr í
lófa minn, rennur hið fínasta burtu. — — — Fjötrað óp eru hugsanir mínar.
Til hvers œtti ég að leysa þœr? — Er þá nokkurstaðar til klettur, sem berg-
máli kall sálar minnar? — (i8qj).
Eg hefi beðið mörg ár með sára, sterka þrá eftir nieiri þroska, mehi fagn-
aði og meira Ijósi. Nú er hnignunin fyrir dyrum og ég get ekki beðið lengur.
(1902).
»Ég hefi fundið það!«
I.
Hvers vegna grætur þú vinur minn! Andlitsvöðvar þínir titra
fyrir ofurvaldi sorgarinnar, og brjóst þitt rís og hnígur í ö.ldum
hins þunga harms. — ?
Að vísu er saga þín þung. Skarpleiki anda þíns var fyrirlit-
inn og innileiki sálar þinnar fékk ekkert svar. En þetta er alt
náttúrlegt. Og — hví grætur þú svo?
------Eg skal svara þér. — í æsku minni kom til mín mað-
ur, lagði hönd á herðar mér og sagði: Fylg þú mér. Síðan fór
ég víða um lönd; en ég losnaði aldrei við hönd hins stóra manns.
Eg losnaði aldrei við hönd hins stóra manns — því ég elsk-
aði hann; — of mikið til að kasta henni af mér, of lítið til að
finna, hve hún var létt og mjúk.
Og ég leitaði hjálpar annarra manna.
En þar var enga hjálp að fá. Mennirnir gengu í tvo flokka,
og annar þeirra sagði: Ger þú sem ég. Og hinn flokkurinn sagði:
— hin sömu orð. Pó fór sína leiðina hvor og ég var -ver staddur
en áður.
Og ég gætti betur að, og sjá: I rauninni lutu báðir flokk-
arnir hönd hins stóra manns: Annar í þrælsótta og uppreistar-
anda og hinn — í uppreistaranda og þrælsótta. Pað var allur
munurinn. — —
Eg skal tala ljósar: Hinn stóri maður'var: Jesús Jósefsson;
og flokkarnir vóru: kirkjan og frjálshyggjendur.
Og kirkjan sagði: Jesús er guð. Og hún færði honum
fórnir — alvarleg andlit og játningu varanna. En þegar til hags-
muna einstaklingsins kom, þá dró hann fyrir gluggann og fór
sína leið.
Og frjálshyggjandinn sagði: Skynsemin er leiðtogi minn.