Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 76
mættust — eins og náskyldar sálir einar geta mæzt; og sjá: Pá
rann sólin upp.------
V.
Kærleikurinn er eilíft vor. Hann lífgar og græðir — annast
bæði heilt og sjúkt. — Kærleikurinn elskar alt; ekkert er hon-
um viðurstygð. — Hann megnar ekki að halda uppi virðingu
mannsins fyrir sjálfum sér — kann ekki að gera hinn glögga grein-
armun góðs og ills. — —
»Guð er heilagur«. — Af öllum eiginleikum guðs finst þér
mest til um þenna: að hann er laus við synd. Og þetta er
viðurkenning —- ósjálfráð viðurkenning þess, að réttlætið sé
hin æðsta dygð. —-
Réttlætistilfinningin stefnir beint á sól. Hún hatar alt, sem
horfir frá uppsprettu lífsins; dæmir alt, sem fúið er og dautt. —
Hún er manninum hið sama og stofninn trénu: — megnar ein að
gera andann styrkan og beinvaxinn.---------------
— — Pér er sagt, að lífið sé efnabreyting, barátta, starfsemi
og ýmislegt fleira og enn þá fráleitara. En ég segi þér: Lífið
er ekkert af þessu; þetta eru undirstöður lífsins, en ekki lífið
sjálft. Hið sanna líf er: innilegur fagnaður og gleði. — —
Þú vinnur öllum stundum fyrir þínu líkamlega lífi og hygst
að öðlast hið andlega líf baráttulaust eða baráttulítiö fyrir »guð-
lega náð«. En ég segi þér: Af öllum gæðum er hið sanna líf
allra dýrkeyptast.
Auðmýkt — gagnvart hinum mikla höfundi, vandlætingasemi
gagnvart sjálfum þér, starfsaman kærleika — gagnvart meðbræðr-
um þínum, — alt þetta kostar hið sanna líf.
»Þröngur er sá vegur, sem til lífsins leiðir, og fáir þeir, sem
hann rata«. Vita skaltu það, að hann verður breiður. En þá,
sem brautina ryðja, kostar það mikla baráttu, mörg mistök og
mikla sorg. — — —
— — Þráin eftir hinu sanna lífi er undiraldan í allri fram-
sóknarviðleitni mannkynsins. — Þegar réttlætistilfinningin hreinsar
þessa þrá og stælir, þegar kærleikurinn frjóvgar hana og vizkan
leiðir hana, þá — og einungis þá — framleiðir hún hinn stóra
mann