Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 77

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 77
157 ---------J>ú ert þreyttur, vinur minn. Rís þú þá á fætur, og sjá: Dagurinn er þegar runninn. Og hann kemur ekki eins og »þjófur á nóttu«. — Hann vex hægt og seint — eins og allir dagar vaxa hægt og seint. Og upprás sólarinnar fáum við ekki að sjá — nema í hill- ingum og draumi. Lát þá ekki hugfallast, vinur minn. Pví sannarlega mun hún koma hin fagra tíð —: í krafti þrárinnar eftir hinu sanna lífi og í krafti þeirra mögulegleika, sem lagðir eru í mannssálina til að fullnægja henni, kemur hin nýja tíð. —------ SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON. „Gunnarshólmi“. Hvergi mun víðari útsjón yfir sveitir landsins en af Þríhyrn- ingi; þar blasir við alt hið væna Suðurland, eins vítt og það breið- ir faðminn viö suðrinu, frá Seljalandsmúla, þar sem fossinn stafar niður »á hengiflugi undir jökulrótum« og alt þangað, sem Reykja- nes hverfur yzt í hafið og himinblámann. Sá, sem hefði arnar- augu, gæti séð menn ganga út og inn á bæjunum alt vestur að Hellisheiði1, og víst eru það engar ýkjur, að brennumenn hafi úr Flosadal forðum mátt sjá »allra manna ferðir um héraðit«. Og þegar maður horfir á Markarfljótsaurana, sem teygja blá- svarta malarfingur niður í graslendið og lykja um Gunnarshólma, og á hafborðann blikandi fyrir Eyjasandi, þá kemur ósjálfrátt fram í huga manns hið fræga kvæði; hendingarnar líða fram eins og glampandi lognöldur, þrjár og þrjár og svolítið hlé á milli. Pað er eitt til marks um, hvað afbragðs-góð eru náttúrukvæði Jónasar, að þau þykja aldrei betri en þegar maður hefir fyrir augum það hérað, sem hann yrkir um. Á eina röndina horfir svo við, sem allar framfarir séu helzt vottur um mannlega heimsku; og líkt er það að sínu leyti, að menn bera ekki fult skyn á feg- urð þess, sem þeir sjá ekki blettina á, (en jafnvel sjálf sólin er blettótt). 1 Fetta mun nú raunar vera ofætlun, jafnvel arnaraugum, og væri réttara að segja: sá sem sæi hundrað rasta frá sér eins og Heimdallur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.