Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 3
«3
I’ar mæta þeir í völdum veizluklæðum,
sem vonast eftir krossi, hefð og náð,
þar birtast þér með blíðum, mjúkum ræðum
þín borðalögðu, kæru stjórnarráð.
Og sjálfur ber þú bjarta tignarhjálminn
og brjóst þitt alt er logastjörnum skreytt;
á hlið þér dinglar demantsetta skálmin
— sem drottinn veit þú gætir lítið beitt.
Menn lýsa því frá landi’ og svölum unnum
hve lofstír þinn og heiður stöðugt vex.
Og finst þér ekki mjúkur’ í þeirra munnum
þinn mikli titill: imperator rex?
Svo kemur hún, þín dásamlega drotning,
þitt dýrsta hnoss — ég efast sízt um það!
með bros og fas, sem heimtar hlýðni’ og lotning,
og hörundslit — úr Frakklands höfuðstað.
— En reyndu’ að forðast grannans búðarglugga,
þótt góða muni þar sé oft að sjá.
Pví ef til vill þú sérð þar sjálfs þín skugga
og sýnist eyrun vera furðu há.
Og finst þér ei þú einhvers stöðugt sakna?
Pér er sem flökurt, kinnin þunn og bleik.
því eitthvað mun þó innra hjá þér vakna,
sem uppreist gerir móti slíkum leik.
Og finst þér ei, ef ferðu rétt að skoða,
að fólksins hylli sé af náð þér veitt,
að keisara’ dýrðin kúfist upp sem froða,
en kjarninn sjálfur — hann er ekki neitt?
Og sérðu ei að leynir fjöldans flaður
þess fyrirlitning, sem á bak við er?
Og sérðu’ ei gegnum hinna háu smjaður
hvar hnefi ruddans steytist móti þér?
6*