Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 76
156
liinna alkunnu, ágætu íslenzkufræðinga: A. Baumgartner, Poestion, Kiichler,
fröken M. Lehmann-Filhés og Schweitzer. Baumgartner er alþektur meðal
bókamanna á íslandi, sem einhver hinn skarpasti og næmasti útlendingur, sem um
ísland og bókmentir þess hefur ritað. Sá sem les bók hans »Nordische Fahrten«
(nýlega endurbætt útgáfa), hlýtur ósjálfrátt að minnast vorra fornu ágætu klerka í
kaþólskri tíð: Ara fróða, Sæmundar í Odda, Jóns helga, Gizurar Hallssonar, svo
skín hin hreinasta og göfugasta allsherjarmenning gegnum orð og stíl þessa fræga
höfúndar. Eg tek þetta sérstaklega fram hér, af því þessa mikilmennis hefur ör-
sjaldan verið getið langa hríð í tímaritum vorum. Hann varð einna fyrstur til að
snúa íslenzkum kvæðum á þýzku, og mun þeim, sem gott vit hefur á, virðast svo,
að varla finnist klassiskari samskonar þýðingar en hans, enda er hann jafnmikið
skáld sem listafræðingur. Öllum hinum hefur og tekizt fremur vonum, þótt sannast
sé, að íslenzkum mönnum, sem vanir eru við eigin skáldskap sinn, eða réttara að
segja braglist, finnist sjaldan.íslenzk góð kvæði breyta til batnaðar í erlendum
búningi. Einna fínastur og liprastur ljóðaþýðari finst oss hin nefnda þýzka ung-
frú vera, og bæði kvæði Bjarna og Jónasar í sýnishorni því, sem bókin býður, virð-
ast sóma sér mjög svo vel í hennar búningi. Um allar þýðingarnar má segja, að
]>ær eru jafnt til sæmdar bókmentum vorum, sem þeim er sneru þeim á þýzka
tungu. Kúchler þýðir mæta vel sögur eða nóvellur, og um Poestion eða hans verk
þarf ekki að tala hér, því að enginn útlendur maður hefur lagt hálft eins mikla
rækt við síðari tíma bókmentir íslands eins og hann eða sýnt meiri snild, vand-
virkni og lærdóm. Starf hans er sannkallað afreksverk.
Þýðandinn hefur prýttt bókina með ýmsum þörfum og heppilegum neðan-
máls-athugasemdum. Svo hefur hann og bætt við bókina aftast vel raðaðri skrá
yfir bækur, rit og blaðagreinir um ísland á síðari tímum. Kveðst hann þó telja
einungis það af smærri ritgjörðum, »sem ekki sé svo auðvelt að finna í bókasöfnum«.
í*að er stórmikil bókfræði, sem þar er talið fram, og alt á þýzku: ferðabækur,
jarðfræði og alt, er snertir náttúru íslands, jurta- og dýrafræði, bók- og fagur-fræði,
málfræði, sagnafræði, þjóðsagnafræði, menningarfræði. Hvað mundu frændþjóðir
vorar hinar nákomnari hafa að bjóða um oss og land vort á móts við þetta?
Herra Palleske er nú einn kominn enn á öndvegisbekkinn meðal vorra þýzku
andans vina og velunnara og á því sinn fullan hlut í þökk og heiðri frá vorri hálfu.
MATTH. JOCHUMSSON.
CARL KUCHLER: GESCHICHTE DER ISLÁNDISCHEN DICHTUNG
DER NEUZEIT (1800—1900). — II. Dramatik. (Leipzig 1902).
f^að er sjónleikaskáldskapur (dramatik) íslendinga, er magister C.
Kúchler segir frá og lýsir í þessu (2.) hefti sögu sinnar um nútíðarrkáldskap okkar.
Honum tekst að teygja það yfir nál. 80 blaðsíður, með því að tína alt til, telja alt,
er nafn verður gefið í þeirri grein — eins og þegar fornfræðingar sópa saman öll-
um ögnum, ómerkum jafnt og merkum. Að öðrum kosti hefði líka hr. Kúchler
harla lítið getað borið á borð af leikkrásum frá íslandi, því miður.
Alla þá menn, er hafa borið við að búa til leikrit á Islandi, nefnir höf. og
skýrir frá verkum þeirra. Girnast menn að sjá hverir það eru? I’eir eru þessir:
Séra Snorri Björnsson á Húsafelli (leikrit: »Rúkere og Enra« = Erekur og Arne,
óprentað), Sigurður Pétursson (»Hrólfur« og »Narfi«), Geir biskup Vídalín
(»Brandur«), Magnús Grímsson (»Kvöldvaka í sveit« og »Bónorðsförin«), Sveinbjörn
prestur Hallgrímsson og Helgi kaupm. Jónsson (»Vefarinn með tólfkóngaviti«),