Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 75
heiur jjetað aflað sér svo umfangsmikillar og undir eins smásmuglegrar þekkingar.
Starfsþol hans hlýtur og að vera með sömu afburðum, sem vilji og gáfur. Petta
viðurkenna og allir, sem höf. þekkja, t. d. Max Morold (í »Fremdenblatt«),
dr. Moritz Riipschl (í »Grozer Tagblatt«), J. Schicht (í »Die Geissek) Kahle
(í »Litteraturzeitung«).
í*á koma hin þýddu kvæði, i —224 bls. Höf. byrjar á 2 kveðlingum eftir
B. Gröndal eldri. í*á kemur B. Thórarensen, 22 kvæði og kveðlingar — nálega
öll beztu ljóðmæli Bjarna. Næst kemur Jónas Hallgrímsson, 15 kvæði. Úr því
færri kvæði eftir ýmsa; eftir S. Breiðfjörð 2, Svb. Egilsson 2; eftir Jón Thóroddsen
9. Eftir Kr. Jónsson 3, Bólu-Hjálmar 3, Gísla Brynjúlfsson 3, Grím Thomsen 7,
B. Gröndal yngra 11, Pál Ólafsson 10 (með stökum\ eftir Stgr. Thorsteinsson 13
(auk 6 eða 7 af skopstökum hans). Eftir Matthías Jochumsson 6, eftir V. Briem 3,
eftir Jón Ólafsson 3, eftir Pál Jónsson 2, eftir í*orstein Erlingsson 3, eftir Einar
Hjörleifsson 3, eftir Hannes Hafstein 9, eftir þorsteiij Gíslason 2, G. Guðmundsson 2
og G. Magnússon 1. Og loksins 1—4 kvæði eftir skáld Vesturíslendinga, þá Stephán
G. Stephánsson 4, Kristin Stefánsson, Jóhann M. Bjarnason 3 og Hannes Blöndal.
Oftast hefur þýðandanum tekist vel að velja — en slíkt gerir enginn svo öll-
um líki. Og stór furða er það, hve víða hann hefur ráðist í að velja afar-torveld
kvæði, eins og sum kvæði Jónasar, svo sem »Gunnarshólma« og »Skjaldbreið«,
sumt eftir Gísla Brynjúlfsson, Gröndalj M. J. o. fl. Auðvitað má lengi finna að,
en — hér þegi ég og finn ekkert að. Í*ví að ég þykist vita, um hvað hér sé
að dæma. Geri aðrir betur!
Sumum þykir Poestion (sem listafræðingur) halda bókmentum vorum helzti
hátt á loít, þótt allir játi þær góðra gjalda verðar. En þótt ekki sé vert að fár-
ast um það, má það gleðja oss, að allir, sem ég hygg þekki oss bezt og unna oss
mest, t. a. m. H. Drachmann, þjóðskáld Dana, þeir lofa jöfnum höndum kveðskap
vorn og þann mann, sem svo rausnarlega og meistaralega hefur túlkað hann
fyrir erlendum þjóðum.
Poestion vinnur marga manna verk ár frá ári fyrir gagn og sóma vorrar gömlu
Fjallkonu — og fær litlar þakkir og engin laun fyrir ósegjanlega mæðu og erfiði.
Hann er suðrænn maður, mildur og viðkvæmur sem barn, en þó ósigrandi hetja.
Hvað á nú þetta lengi að ganga, að slíkur maður sjái enga áþreifanlega viðurkenn-
ing frá oss? Talað er um að senda honum fé, svo hann deyji ekki svo, að vér fá-
um ekki að sjá hann, og hann oss. En hvenær? hvenær? Eg segi aftur:
»Heill sé þér mikli Milton íslenzkra!
fyr ég aldregi fátækt reiddist —!« .
Khöfn 10. apríl 1905.
MATTH. JOCHUMSSON.
ISLAND AM BEGINN DES 20. JAHRHUNDERTS, von Valtýr Guð-
mundsson, aus dem Dánischen von Richard Palleske. Kattowitz 1904.
f*ar hefur góð bók fengið góðan þýðara. Herra yfirkennari R. Palleske í
Landeshut í Slesíu er einn vorra ágætu vina meðal fræðimanna hins mikla þýzka
föðurlands. Hafði hann áður en hann gaf út þýðing þessa bæði ritað lof um bók
dr. V. Guðmundssonar og sýnt kafla úr henni á þýzku. fýðingin er að öllu leyti
snildarverk, að því er ég get séð, eins og búast mátti við af slíkum manni. Prentun,
myndir og allur frágangur er alt fult svo ágætt, sem í hinni dönsku frumprentun.
Kvæðin og skáldsagna þýðingarnar aftan til hafa og beztu höfundar þýtt, sitt hver