Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 27
ferðalagi um næstu fjögur ár, en 1892 leigði hann »Villa Landor« í
San Domenico, sem hinn enski ritsnillingur og skáld W. S. Landor
hafði átt og búið í; liggur hún á fögrum stað undir hlíðum hins dýrð-
lega Fiesole og hefur Landor í kvæði lýst fegurð staðarins. Fiske
keypti hana síðan, og stækkaði; bjó hann þar til dauðadags. Sjaldan
var hann þar þó langvistum, því að hann fór oft til Egyptalands á
vetrum, en ferðaðist um á sumrum, oft til Norðurlanda, því að þar
undi hann sér vel. Á efri árum átti hann við vanheilsu að stríða og
mátti því ekki vinna mikið eða til lengdar. Hann var staddur í Frank-
furt am Main á heimleið til Flórenz, er dauða hans bar snögglega að
17. september síðastliðinn.
Fiske var starfsmaður mikill. í’egar hann kom að Comell-háskóla,
var þar alt í byrjun og þurfti því mikið starfsþrek til að koma bóka-
safni þess fyrir og í gott horf; að allra dómi tókst honum það, og
þó hafði hann jafnframt kenslustörfum að gegna. Hann hafði bóka-
safnið opið 9 stundir á dag, og þótti það eins dæmi þar vestra í þann
tíð; og hann útvegaði bókasafninu til kaups vönduð söfn einstakra
manna. Á bókasafnssviðinu og í bókfræði hefur líka aðalstarf Fiske’s
legið, enda fór þar saman hjá honum víðtæk þekking og frábær ná-
kvæmni. Hann gaf út um þær mundir mörg rit, sem mér þykir eigi
þörf að geta hér. Eftir að hann flutti til Evrópu, fékst hann mest við
að fullkomna hin stóru söfn sín, Petrarca-safnið og íslenzka safnið í
Petrarca-safninu eru allar útgáfur af ritum hins mikla skálds og hú-
manista, þýðingar af þeim á útlendum málum og rit um hann og þau.
j’að er hið fullkomnasta safn í sinni grein og hefur lengi farið mikið
orð af því; vildu ítalir gjarnan eignast það, sem sézt bezt af því, að
þegar Crispi sat að völdum á Ítalíu, lét hann einn af vinum sínum,
enskan blaðamann, bjóða Fiske sæmdir miklar, ef hann vildi gefa safn
sitt ítölsku bókasafni, en Fiske þáði eigi boðið; hefur hann arfleitt
Cornell-háskóla að því og gefið fé til að kaupa árlega bækur til þess
að auka það. í sumar var haldið 600 ára afmæli Petrarca í fæðingar-
stað hans Arezzo; var þá auglýst, að útlendingur nokkur hefði gefið
fé til verðlauna fyrir rit um Petrarca og Toskana. f’ótti mönnum þetta
mikils vert og rendu grun í, að Fiske væri sá, er gefið hefði féð; hafa
menn nú fengið vissu fyrir, að svo var og. En ég get þessa hér sem
dæmis þess, að hann lét oft ekki nafns síns getið við það, sem hann
gjörði.
í lifanda lífi gaf hann til Cornell-háskólans safn af bókum á
rheto-rómönsku mállýskunni og hið stærsta Dante-bókasafn, sem til er;
safnaði hann því á fáum árum og er það nú um 7000 bindi; hefur
ýtarleg skrá verið gefin út yfir það í tveim stórum bindum.
Mest um vert fyrir íslendinga er hið íslenzka bókasafn hans. Eins
og ég hef drepið á, byijaði hann snemma að safna íslenzkum bókum,
en safnið er nú orðið víðtækara. Þar eru auðvitað fyrst og fremst
allar prentaðar íslenzkar bækur gamlar og nýjar, sem fengizt hafa, og
mikið af því, er prentað hefur verið á íslenzku og ekki hefur verið til
sölu; en þar að auki eru þar líka öll rit og ritgerðir á útlendum mál-
um, er náðst hefur í og snerta ísland að einhveiju leyti, sögu þess,
náttúru, landstjórn og bókmentir, ennfremur rit um Norðurlönd á þeim