Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 27
ferðalagi um næstu fjögur ár, en 1892 leigði hann »Villa Landor« í San Domenico, sem hinn enski ritsnillingur og skáld W. S. Landor hafði átt og búið í; liggur hún á fögrum stað undir hlíðum hins dýrð- lega Fiesole og hefur Landor í kvæði lýst fegurð staðarins. Fiske keypti hana síðan, og stækkaði; bjó hann þar til dauðadags. Sjaldan var hann þar þó langvistum, því að hann fór oft til Egyptalands á vetrum, en ferðaðist um á sumrum, oft til Norðurlanda, því að þar undi hann sér vel. Á efri árum átti hann við vanheilsu að stríða og mátti því ekki vinna mikið eða til lengdar. Hann var staddur í Frank- furt am Main á heimleið til Flórenz, er dauða hans bar snögglega að 17. september síðastliðinn. Fiske var starfsmaður mikill. í’egar hann kom að Comell-háskóla, var þar alt í byrjun og þurfti því mikið starfsþrek til að koma bóka- safni þess fyrir og í gott horf; að allra dómi tókst honum það, og þó hafði hann jafnframt kenslustörfum að gegna. Hann hafði bóka- safnið opið 9 stundir á dag, og þótti það eins dæmi þar vestra í þann tíð; og hann útvegaði bókasafninu til kaups vönduð söfn einstakra manna. Á bókasafnssviðinu og í bókfræði hefur líka aðalstarf Fiske’s legið, enda fór þar saman hjá honum víðtæk þekking og frábær ná- kvæmni. Hann gaf út um þær mundir mörg rit, sem mér þykir eigi þörf að geta hér. Eftir að hann flutti til Evrópu, fékst hann mest við að fullkomna hin stóru söfn sín, Petrarca-safnið og íslenzka safnið í Petrarca-safninu eru allar útgáfur af ritum hins mikla skálds og hú- manista, þýðingar af þeim á útlendum málum og rit um hann og þau. j’að er hið fullkomnasta safn í sinni grein og hefur lengi farið mikið orð af því; vildu ítalir gjarnan eignast það, sem sézt bezt af því, að þegar Crispi sat að völdum á Ítalíu, lét hann einn af vinum sínum, enskan blaðamann, bjóða Fiske sæmdir miklar, ef hann vildi gefa safn sitt ítölsku bókasafni, en Fiske þáði eigi boðið; hefur hann arfleitt Cornell-háskóla að því og gefið fé til að kaupa árlega bækur til þess að auka það. í sumar var haldið 600 ára afmæli Petrarca í fæðingar- stað hans Arezzo; var þá auglýst, að útlendingur nokkur hefði gefið fé til verðlauna fyrir rit um Petrarca og Toskana. f’ótti mönnum þetta mikils vert og rendu grun í, að Fiske væri sá, er gefið hefði féð; hafa menn nú fengið vissu fyrir, að svo var og. En ég get þessa hér sem dæmis þess, að hann lét oft ekki nafns síns getið við það, sem hann gjörði. í lifanda lífi gaf hann til Cornell-háskólans safn af bókum á rheto-rómönsku mállýskunni og hið stærsta Dante-bókasafn, sem til er; safnaði hann því á fáum árum og er það nú um 7000 bindi; hefur ýtarleg skrá verið gefin út yfir það í tveim stórum bindum. Mest um vert fyrir íslendinga er hið íslenzka bókasafn hans. Eins og ég hef drepið á, byijaði hann snemma að safna íslenzkum bókum, en safnið er nú orðið víðtækara. Þar eru auðvitað fyrst og fremst allar prentaðar íslenzkar bækur gamlar og nýjar, sem fengizt hafa, og mikið af því, er prentað hefur verið á íslenzku og ekki hefur verið til sölu; en þar að auki eru þar líka öll rit og ritgerðir á útlendum mál- um, er náðst hefur í og snerta ísland að einhveiju leyti, sögu þess, náttúru, landstjórn og bókmentir, ennfremur rit um Norðurlönd á þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.