Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 11
9i
að geta þrifist — öllu betur en þau? Ýmsir eru reyndar van-
trúaðir á það, sem ýmislegt annað, og heyra má þá tala á h'ka
leið: Pað er ekki til neins að semja skáldsögur á Islandi, þær
verða ekki keyptar og því ekki hægt að gefa þær út. þetta er
hvorki næg ástæða né allskostar réttmætt. Hvers vegna skyldu
skáldin ekki semja sögur eins og kvæði, ef þau fyndu hvöt hjá
sér til þess? Pví að þau geta þó varla haldið, að þjóðin alment
fari að bæta ráð sitt og kaupa allar kvæðabækurnar, sem þau
hlaða niður! Nei — Islendingar eru að þreytast á »ríminu«, og
er næsta líklegt, að skáldsögur taki að fá betri byr hjá þjóðinni.
Pað er enda lítið efamál, að skáldsögum má koma inn á flest
heimili, ef ósleitulega er að sölunni gengið. Og sú hefir raunin á
orðið annarstaðar, að þar sem þær hafa haldið innreið sína, menn
hafa komizt upp á að lesa þær og höfundur þeirra búinn að ná
hylli, þar ber aðrar eftir þann hinn sama ekki svo að garði, að
þeim sé eigi vikið einhverju góðu; sögur eftir aðra höfunda sigla
svo í kjölfarið, er ísinn er brotinn, eða ryðja sér sjálfar til rúms,
ef nokkur veigur er í þeim. Menn verða fíknir í að lesa þær,
alþýða manna miklu fremur kvæðum, sem eðlilegar og auðsæjar
orsakir liggja til. Enginn vafi getur og á því leikið, að góðar ís-
lenzkar skáldsögur yrðu gefnar út á erlendum tungum, og mundi
það verða höfundunum til hagnaðar.
Á Islandi, í sögu þess og háttum að fornu og nýju, er til
gríðarmikið efni í skáldsögur, efni, sem er bæði einkennilegt og
fagurt, lærdómsríkt og hrífandi; mundi það ekki einungis lands-
mönnum sjálfum, heldur og útlendingum, er unna landinu, tilhlökk-
un og forvitni að fá það í þeim búningi, ef hann væri góður.
Hversu mikið væri og ekki í það varið, ef bókmentir okkar gætu,
áður en langt um liði, átt von á skáldsögum. er væru samdar
með snild og gáfu og ættu efni sitt að rekja til þeirra auðgu fjár-
sjóða, sem t. d. felast í þeim mörgu merku viðburðum, er rás
tímans hefir hvolft yfir landið, sem bæði hefir átt við nokkra vel-
sæld og mikið volæði að búa. Og þjóðinni okkar, eins og henni
er í skinn komið, væri þörf á að eignast skáldsagnahöfunda, sem
vel gætu lýst lífi hennar og gagnrýnt það, sem væru raungæfir,
án þess að vera prédikandi siðameistarar, — höfunda, sem í þeirri
grein stæðu á sporði t. d. Alexander Kjelland (svo að ég
nefni ekki neinn af þeim allrastærstu); fáir hafa fallið mér eins vel
í geð, enda veit ég engan, sem betur hafi lag á að koma dug-