Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 40
120
ágætis, þá er þó ýmislegt, sem gjörir að verkum, að bæði rafmagns-
bifreiðar og sprengiloftsbifreiðar virðast hagfeldari.
Af rafmagnsbifreiðinni má eflaust einna helzt vænta þess, að
hana takist með tímanum að gjöra bezt úr garði. Ekkert akfæri,
hverju nafni sem nefnist, er eins þægilegt að ýmsu leyti. Vélin
orsakar enga rykki, og þaraf leiðir, að aksturinn verður mjög ró-
legur, laus við hristing þann og rið, sem samfara er bæði eimvél-
inni og sprengiloftsvélinni. Ear að auki er auðvelt að haga ferð
9. Rafmagnsbifreið.
hennar eftir vild, hvort sem menn vilja aka hratt eða hægt, án
þess að til þess þurfi nokkurn sérstakan eða margbreyttan útbún-
að, eins og t. d. á sér stað á sprengiloftsbifreiðunum. Hins vegar
eru á rafmagnsbifreiðinni ýmsir gallar og annmarkar, sem valda
þvi, að hún, enn sem komið er, er því nær óhæf til langferða.
Pessir ókostir eru á hinum svokallaða rafmagnsgeymi, sem hún
getur reyndar ekki án verið. Er þar fyrst að telja, að eigi verður
ekið meira en 6 til 8 mílur með einni hleðslu, því að þá má til
að hlaða rafmagnsgeyminn að nýju, áður lengra verði komist.