Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 65
145 — Prófessornutn hefir líklega ekki fundist það taka því, að vera að Iappa upp á maddömu Hansen; þvf menn urðu hennar aldrei varir eftir þetta, og krakkarnir fóru alveg að forgörðum. Mér er ókunnugt um hvað af þeim varð. — V. G. Sönn og fölsuð sjálfstæði. Samræba við Pál Bricm. Mér dettur í hug að segja lesendum Eimreiðarinnar frá einni af fyrstu samræðunum, sem ég átti við Pál Briem heitinn, eftir er ég kom norður á Akureyri haustið 1901. Ég var nýbúinn að lesa ritgerð um minningarrit Bismarcks, er gefið var út að honum látnum. í ritgerðinni var eftirfarandi saga — sem ég segi hér að eins ágrip af — tekin úr minningarritinu. Bismarck var nýlega orðinn ráðherra og var byijaður á baráttu sinni fyrir sameining Þýzkalands — þeirri baráttu, er lauk með svo glæsi- legum sigri, sem kunnugt er. í fjárlaganefndinni hafði hann látið sér um munn fara orð, er vöktu hina mestu æsing út um alt Þýzkaland. Ummælin höfðu ekki verið hraðrituð, en blöðin höfðu náð í þau nokkuð nákvæmlega og flutt þau lesendum sínum. Efnið í ræðu hans var í stuttu máli þetta, að Prússland væri ekki einfært um að bera þær byrð- ar, sem til þess þyrfti,að í’ýzkalandi væri óhætt; þeim byrðum yrði að skifta jafnt á alla Þjóðverja. Ekkert gagn væri að ræðuhöldum, félaga- stofnunum, meirihluta-samþyktum og öðru þess konar; hjá alvarlegri baráttu yrði ekki komist, og sú barátta yrði ekki til lykta leidd nema með »járni og blóði«. Ríkisþingið yrði að leggja sem mestan þunga af járni og blóði í hendur Prússakonungs, svo að hann skyldi geta varpað þeim þunga í þá vogaskál, sem sannfæring hans byði. Vilhjálmur konungur var ekki í Berlín, þegar Bismarck hélt þessa ræðu. Hann var í Baden-Baden í afmælisveizlu drotningar sinnar. Drotning var óvinur Bismarcks, og hann vissi að hún mundi árétta ósleitilega harðyrðin, sem í blöðunum stóðu út af þessari ræðu. Bis- marck þótti réttast, eins og alt var í garðinn búið, að fara til móts við konung, þegar hann var á heimleiðinni, og hafa tal af honum, áður en hann kæmi til Berlínar. Svo hélt hann til staðar, sem heitir Juterbogk, og beið konungs þar. Járnbrautarstöðin var í smíðum, svo Bismarck hafði engan bið- sal til að hafast við í. Hann settist á hjólbörur, sem voru á hvolfi úti undir beru lofti, og húkti þar í náttmyrkri. f’egar vagnlestin kom, fór hann að spytja lestarstjórann, hvar konungs væri að leita. En lestar- stjórinn var stuttur í spuna, og Bismarck gekk illa að hafa upp á kon- ungi. Að lokum tókst það. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.