Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 65

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 65
145 — Prófessornutn hefir líklega ekki fundist það taka því, að vera að Iappa upp á maddömu Hansen; þvf menn urðu hennar aldrei varir eftir þetta, og krakkarnir fóru alveg að forgörðum. Mér er ókunnugt um hvað af þeim varð. — V. G. Sönn og fölsuð sjálfstæði. Samræba við Pál Bricm. Mér dettur í hug að segja lesendum Eimreiðarinnar frá einni af fyrstu samræðunum, sem ég átti við Pál Briem heitinn, eftir er ég kom norður á Akureyri haustið 1901. Ég var nýbúinn að lesa ritgerð um minningarrit Bismarcks, er gefið var út að honum látnum. í ritgerðinni var eftirfarandi saga — sem ég segi hér að eins ágrip af — tekin úr minningarritinu. Bismarck var nýlega orðinn ráðherra og var byijaður á baráttu sinni fyrir sameining Þýzkalands — þeirri baráttu, er lauk með svo glæsi- legum sigri, sem kunnugt er. í fjárlaganefndinni hafði hann látið sér um munn fara orð, er vöktu hina mestu æsing út um alt Þýzkaland. Ummælin höfðu ekki verið hraðrituð, en blöðin höfðu náð í þau nokkuð nákvæmlega og flutt þau lesendum sínum. Efnið í ræðu hans var í stuttu máli þetta, að Prússland væri ekki einfært um að bera þær byrð- ar, sem til þess þyrfti,að í’ýzkalandi væri óhætt; þeim byrðum yrði að skifta jafnt á alla Þjóðverja. Ekkert gagn væri að ræðuhöldum, félaga- stofnunum, meirihluta-samþyktum og öðru þess konar; hjá alvarlegri baráttu yrði ekki komist, og sú barátta yrði ekki til lykta leidd nema með »járni og blóði«. Ríkisþingið yrði að leggja sem mestan þunga af járni og blóði í hendur Prússakonungs, svo að hann skyldi geta varpað þeim þunga í þá vogaskál, sem sannfæring hans byði. Vilhjálmur konungur var ekki í Berlín, þegar Bismarck hélt þessa ræðu. Hann var í Baden-Baden í afmælisveizlu drotningar sinnar. Drotning var óvinur Bismarcks, og hann vissi að hún mundi árétta ósleitilega harðyrðin, sem í blöðunum stóðu út af þessari ræðu. Bis- marck þótti réttast, eins og alt var í garðinn búið, að fara til móts við konung, þegar hann var á heimleiðinni, og hafa tal af honum, áður en hann kæmi til Berlínar. Svo hélt hann til staðar, sem heitir Juterbogk, og beið konungs þar. Járnbrautarstöðin var í smíðum, svo Bismarck hafði engan bið- sal til að hafast við í. Hann settist á hjólbörur, sem voru á hvolfi úti undir beru lofti, og húkti þar í náttmyrkri. f’egar vagnlestin kom, fór hann að spytja lestarstjórann, hvar konungs væri að leita. En lestar- stjórinn var stuttur í spuna, og Bismarck gekk illa að hafa upp á kon- ungi. Að lokum tókst það. 10

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.