Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 53
133 sögur voru þegar farnar að ganga um hana, og hún var á sífeldu flakki um allan bæinn í mjög mismunandi erindum. Maddama Hansen vildi aldrei hlusta á þessar sögur; hún lét þær eins og vind um eyrun þjóta og gerði ekkert úr þeim. Og hún tók heldur ekkert tillit til ráðlegginga nágranna sinna og vin- kvenna um að láta krakkana eiga sig — þau væru sveimér orðin nógu spilt til þess — og taka heldur einn eða tvo leigjendur, sem borguðu fyrir sig. »Nei — nei!« svaraði maddama Hansen, »með- an þau eiga eins konar heimilisnefnu hjá mér, getur lögreglan þó ekki slegið hrammi sínum á þau, og þá fara þau heldur ekki al- veg að forgörðum«. Petta: að krakkarnir hennar færu ekki alveg að forgörðum — það var í heila hennar orðinn síðasti depilinn, sem alt það safnað- ist um, sem eftir annað eins líf og hennar gat verið eftir af því, sem menn kalla móðurtilfinning. Og þess vegna barðist hún áfram, skammaði krakkana og barði, þegar þau komu seint heim, bjó um rúmin þeirra og lét þau fá dálítið að borða, og laðaði þau þannig að sér — eftir því sem nú um var að gera. Margt hafði maddama Hansen reynt urn æfina; og alt hafði það mjakað henni niður á við, stig af stigi, úr vinnukonu í veit- ingastúlku, niður á við fram hjá þvottakonunni og í það sæti, sem hún nú var í. Snemma á morgnana, áður en birta tók, kom hún yfir Knippels- brú inn í bæinn með þunga körfu í hvorri hendi. Upp úr körf- unum sást á kálblöð og gulrótagras, svo að vel mátti ætla, að hún væri að reyna að hafa dálítið upp úr því, að kaupa kálmeti hjá bændunum á Amager og selja það aftur í Opnurá og þar f grendinni. fað var þó ekki kálmetisverzlun, sem tnaddama Hansen rak, heldur dálítil kolaverzlun. Hún rak hana hálfvegis í laumi og seldi kolin í smáskömtum fátæklingum, sem voru hennar líkar. Eftir þessu ósamræmi, er svo gat virzt, tók enginn í Opnurá; ekki einu sinni lögregluþjónninn Fróði Hansen virtist að sjá neitt athugavert við verzlun maddömu Hansens. Þegar hann mætti henni á morgnana, er hún kom rogandi með þungu körfurnar sín- ar, hafði hann til að spyrja mjög vingjarnlega: »Nu, nú — mad- dama góð, voru rófurnar ódýrar í dag?« Og væri kveðja hans miður vingjarnleg, hresti hún hann á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.