Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 45
I25
Fyrir þessa upphæö verður þá ekið með þessi fyrnefndu
2000 pd. hina umtöluðu vegalengd, 3000 mílur; kostnaður á
pund-mílunni um 0,11 eyris.
Eins og menn sjá kostar bifreiðar-aksturinn við fyrri vagninn
0,07.2000 eða i kr. 40 aur., við seinni vagninn 0,1 r.2000 eða
2 kr. 20 aur. á hverri mílu. Sé breytt um og þessar sömu bif-
reiðar gjörðar svo úr garði, að þær verði notaðar til fólksflutn-
inga, sem er hægt með litlum tilkostnaði, munu þær geta flutt
10 m e n n (auk vagnstjóra); þá kostar að flytja manninn 1 mílu
14 eða 22 aura, eftir því hvor vagninn er notaður.
16. Bifreið fyrir 2 menn.
Af framangreindu munu menn og geta ráðið, að sjálfsagt er,
að velja vagninn eftir þvi, hvernig til hagar á vegum þeim (með
bratta o. fl.), sem honum á að aka um, því annars eiga menn á
hættu, annaðhvort að bifreiðin verði ekki að fullu liði (komist ekki
upp brekkur eða því um líkt), eða að eyða hestöflum til ónýtis
(vélin óþarflega aflmikil).
Að lyktum skal ég geta bifreiðar einnar lítillar, sem mikilli
útbreiðslu hefur náð og alstaðar vakið gleði og ánægju. Er hún
gjörð fyrir 2 menn, og dálítinn farangur, og kostar um 3800 kr.
Vélin, sem gengur fyrir sprengilofti, hefur 7 h-1, og hraðinn er
3x/a—4 mílur á klst. Hún er einnig mjög vel fallin til smá-póst-
flutninga (vagninn þá reyndar með dálítið öðru sniði) og getur auk