Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 47
127 ins væri stefnt á hann. Og kaupmaðurinn hafði meira að segja skýrt og skorinort sagt við kandídat Hansen, að það gæti vel komið fyrir einhvern daginn, að hann yrði bálreiður, ef hann feng- ist ekki til að tala sæmilega um Trygg. En froken Tyri hataði kandídat Hansen blátt áfram fyrir þetta. Og þó að Valdimar væri orðinn fullorðinn — að minsta kosti orðinn stúdent, þá hafði hann þó enn þá gaman af að hnupla hönzkunum úr frakkalafsvösum kandídatsins og fá Trygg þá til þess að rífa í sundur. Já, jafnvel frúin sjálf, sem þó var svo ljúf og blíð, eins og tevatn, varð stundum að kalla kandídatinn fyrir sig og setja alvarlega ofan í við hann fyrir, að hann skyldi geta féngið af sér að tala svona illa um blessaðan hundinn. Alt þetta skildi Tryggur mæta vel. En hann fyrirleit kandí- dat Hansen og lét sig hann engu skifta. Hann lét svo lítið að rífa sundur hanzkana, af því hann vissi, að Valdimar vinur hans hafði gaman af því; en annars lét hann sem hann sæi ekki kandí- datinn. Pegar kóteletturnar komu, át Tryggur þær stillilega og hljóð- lega; hann bruddi ekki beinin, en fletti hverri kjöttægju utan af þeim og sleikti diskinn. Síðan gekk hann að kaupmanninum og lagði hægri löppina upp á kné hans. »Verði þér að góðu — verði þér að góðu! — gamli vinur!« sagði kaupmaðurinn og komst við; hann komst æfinlega jafnmikið við á hverjum morgni, þegar þetta var endurtekið. »Pú getur þó ekki kallað hann Trygg gamlan — pabbic, sagði Valdimar stúdent dálítið þóttafullur. »Nú — ég veit ekki hvað þér líst! — hann er bráðum átta vetra«. »Já, en — góði minn«, sagði frúin blíðlega, »átta vetra hund- ur getur ekki kallast gamall hundur«. »Nei, — er ekki svo — mamrna!* kallaði Valdimar með áfergju, »ertu ekki á sama máli og égf — átta vetra hundur getur ekki kallast gamall hundur«. Og í einu vetfangi hafði alt fólkið skift sér í tvo flokka — tvo ákafa flokka, sém með stanzlausum orðaflaum tók að ræða: hvort átta vetra hundur gæti kallast gamall hundur eða ekki. Menn komust í hita báðum megin, og þó að hvorir endurtæki og endurtæki sína skoðun óbreytta ofan í aðra, leit þó ekki út fyrir, að menn mundu géta orðið á eitt sáttir — ekki einu sinni þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.