Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 22
102
Það var einn dag, að hann var staddur í stofu prestsins og
stóð þar keikur og alvarlegur. »Eg hefi eignast son«, sagði hann,
»og vil láta skíra hann«. — »Hvað á hann að heita?« — »Finnur.
í höfuðið á honum föður minum«. — »0g skírnarvottarnir?« —
þórður nefndi þá, og voru þeir þá helzta fólkið í sveitinni, menn
og konur í ætt við hann sjálfan. »Er þér nokkuð fleira á hönd-
um?« spurði prestur og leit upp. Bóndi stóð litla hríð hugsi og
mælti síðan -. »Eg vildi helzt, að hann væri skírður einn sér«. —
»Á rúmhelgum degi, átt þú við?« — »Á laugardaginn kemur um
hádegið*. — »Er þá ekkert frekara?« mælti prestur. — »Nei, nú
er erindinu lokið«, svaraði bóndi og sneri húfunni í hendi sér,
eins og hann ætlaði að fara. Þá stóð presturinn upp; »ég ætla
þó að bæta þessu við«, segir hann, gengur alveg að Eórði, tekur í
hönd honum og horfir framan í hann: »Guð gefi, að barnið þitt
verði þér til blessunarU
Sextán árum síðar var Pórður aftur staddur hjá prestinum.
»Pér fer ekki mikið aftur, Pórður minn!« mælti prestur; hann sá
ekki að hann hefði breyzt neitt. »Ég hefi heldur ekki við neina
mæðu að stríða«, svaraði Pórður. Pví anzaði prestur engu, en
skömmu síðar segir hann: »Hvað er nú erindið í kvöld?« —
»Pað er nú vegna hans sonar míns að ég er kominn hingað í
kvöld; það á að ferma hann á morgun«. — »Hann er vel að sér,
pilturinn«. — »Eg vildi ekki borga prestinum, fyr en ég vissi,
hver hann ætti að vera í röðinni í kirkjunni«. — »Hannáað verða
efstur«. — »Mér er sagt svo, — og hérna eru 20 krónur handa
prestinum«.— »Er ekkert frekara?« spurði prestur og leit á Pórð.
— »Nei, ekkert frekara«, svaraði Pórður og fór sína leið.
Enn liðu átta ár. Pá heyrðist undirgangur mikill úti fyrir
hjá presti. Pví þangað kom flokkur manna og Pórður í farar-
broddi. Prestur leit upp og bar kensl á hann. »Pú kemur fjöl-
mennur í kvöld«. — »Eg kem til þess að biðja yður að lýsa með
honum syni mínum og henni Katrínu í Stóruhlíð, dóttur hans
Guðmundar, sem stendur hérna«. — »Pað er hvorki meira né
minna en ríkasta stúlkan hér í sveitinni«. — »Pað orð leikur á«,
svaraði bóndi og strauk aftur á sér hárið með annarri hendinni.
Prestur sat stundarkorn eins og í leiðslu, mælti ekki orð, en rit-
aði nöfnin í kirkjubókina og hinir skrifuðu undir. Pórður lagði 6
krónur á borðið. »Ég á ekki nema tvær« mælti prestur. —
»Veit ég það; en hann er einkabarnið mitt — vildi ekki skera