Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 22
102 Það var einn dag, að hann var staddur í stofu prestsins og stóð þar keikur og alvarlegur. »Eg hefi eignast son«, sagði hann, »og vil láta skíra hann«. — »Hvað á hann að heita?« — »Finnur. í höfuðið á honum föður minum«. — »0g skírnarvottarnir?« — þórður nefndi þá, og voru þeir þá helzta fólkið í sveitinni, menn og konur í ætt við hann sjálfan. »Er þér nokkuð fleira á hönd- um?« spurði prestur og leit upp. Bóndi stóð litla hríð hugsi og mælti síðan -. »Eg vildi helzt, að hann væri skírður einn sér«. — »Á rúmhelgum degi, átt þú við?« — »Á laugardaginn kemur um hádegið*. — »Er þá ekkert frekara?« mælti prestur. — »Nei, nú er erindinu lokið«, svaraði bóndi og sneri húfunni í hendi sér, eins og hann ætlaði að fara. Þá stóð presturinn upp; »ég ætla þó að bæta þessu við«, segir hann, gengur alveg að Eórði, tekur í hönd honum og horfir framan í hann: »Guð gefi, að barnið þitt verði þér til blessunarU Sextán árum síðar var Pórður aftur staddur hjá prestinum. »Pér fer ekki mikið aftur, Pórður minn!« mælti prestur; hann sá ekki að hann hefði breyzt neitt. »Ég hefi heldur ekki við neina mæðu að stríða«, svaraði Pórður. Pví anzaði prestur engu, en skömmu síðar segir hann: »Hvað er nú erindið í kvöld?« — »Pað er nú vegna hans sonar míns að ég er kominn hingað í kvöld; það á að ferma hann á morgun«. — »Hann er vel að sér, pilturinn«. — »Eg vildi ekki borga prestinum, fyr en ég vissi, hver hann ætti að vera í röðinni í kirkjunni«. — »Hannáað verða efstur«. — »Mér er sagt svo, — og hérna eru 20 krónur handa prestinum«.— »Er ekkert frekara?« spurði prestur og leit á Pórð. — »Nei, ekkert frekara«, svaraði Pórður og fór sína leið. Enn liðu átta ár. Pá heyrðist undirgangur mikill úti fyrir hjá presti. Pví þangað kom flokkur manna og Pórður í farar- broddi. Prestur leit upp og bar kensl á hann. »Pú kemur fjöl- mennur í kvöld«. — »Eg kem til þess að biðja yður að lýsa með honum syni mínum og henni Katrínu í Stóruhlíð, dóttur hans Guðmundar, sem stendur hérna«. — »Pað er hvorki meira né minna en ríkasta stúlkan hér í sveitinni«. — »Pað orð leikur á«, svaraði bóndi og strauk aftur á sér hárið með annarri hendinni. Prestur sat stundarkorn eins og í leiðslu, mælti ekki orð, en rit- aði nöfnin í kirkjubókina og hinir skrifuðu undir. Pórður lagði 6 krónur á borðið. »Ég á ekki nema tvær« mælti prestur. — »Veit ég það; en hann er einkabarnið mitt — vildi ekki skera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.