Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 57
137 »Ég skal segja yður — frú Hansen!« kallaði læknirinn yfir borðið, »hann er svo ógurlega hræddur við hunda«. »En eitt«, sagði frú Hansen áfram, »eitt verðið þér þó að að játa — herra kandídat! að hundarnir hafa jafnan verið tryggir fylginautar mannsins«. »Já — satt er það — frú! og ég gæti sagt yður bæði, hvað hundurinn hefir lært af manninum og maðurinn af hundinum«. »Æ, blessaðir segið þérfráþvíN kvað við úr mörgum áttum. >Með ánægju! — í fyrsta lagi hefir maðurinn kent hundinum að flaðra og dilla rófunni«. »það mætti þó heita í mesta máta skrítið«, kallaði amma gamla. »Pvi næst hefir hundurinn drukkið í sig alla þá eiginleika, sem gerir menn lúalega og óáreiðanlega: skríðandi smjaður upp á við og ruddaskapur og fyrirlitning niður á við; blind fastheldni við alt sitt eigið, en tortrygni og hatur gegn öllu öðru. Já, svo námfúst hefir þetta göfuga dýr verið, að það jafnvel hefir komist upp á þá list, sem mönnum einum er eiginleg: að meta fólk eftir klæðaburðinum; vel klædda menn lætur hann í friði, en rýkur 1 kálfann á þeim, sem í lörfum ganga«. Þegar hér var komið ræðu kandídatsins, var hún rofin af margrödduðum misþokkakurr, og froken Éyri hnýtti gremjufull litla hnefann um aldinhnífinn. En þó voru nokkrir, sem fýsti að heyra, hvað maðurinn hefði lært af hundinum, og Viggó Hansen hélt því áfram — æ ákafari og beiskyrtari: »Af hundinum hefir maðurinn lært að hafa mætur á flattnag- andi, óverðskuldaðri dýrkun. Þegar hvorki rangsleitni né mis- þyrming hefir verið svarað með öðru en þessari sídillandi rófu, magaskriði á jörðunni og sleikjandi tungu, þá verður niðurstaðan að lokum sú, að húsbóndinn fer að halda, að hann sé mesti dáða- drengur, sem eigi alla þessa hollustu, skilið. Og með því hann nú flytur þá reynslu, sem hann hefir fengið af umgengni sinni við hundinn, yfir á umgengni sína við menn, þá hefir hann síður hemil á sér — og býst hvarvetna við dillandi rófum og sleikjandi tung- um. Og verði hann svo fyrir vonbrigðum í því efni, þa fyrirlítur hann manninn og snýr sér með hástafa lofræðum að hundinum«. Aftur var ræða hans rofin; sumir hlógu, en flestir höfðu hneykslast. En nú var Viggó Hansen kominn í hita, og þó rödd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.