Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 48
128 amma gamla spratt upp úr stólnum sínum og vildi endilega fara að segja frá líftík ekkjudrotningarinnar hásælu, sem hún hefði orðið svo fræg að komast í kynni við á götu. En þegar þessi óþrjótandi orðadrífa stóð sem hæst, sló alt í einu öllu í dúnalogn, er einhverjum varð litið á klukkuna og sagði: eimskipið; allir stóðu upp, karlmennirnir, sem ætluðu til bæjarins, ruku af stað, allir, sem viðstaddir voru, fóru sinn í hverja áttina, og spurningin um, hvort átta vetra hundur gæti kallast gamall hundur eða ekki — hún hékk eftir alt saman óleyst í loftinu. Tryggur var sá eini, sem ekki lét á sér bæra. Hann var orð- inn vanur að heyra þetta heimilisþjark og honum stóð alveg á sama um þessar spurningar, sem engin úrlausn fékst á. Hann rendi gáfuaugum sínum yfir dögurðarborðið, sem allir voru frá gengnir, lagði svo svarta trýnið fram á lappirnar sínar þreknu og lokaði augunum, til að fá sér dálítinn dúr eftir morgunverðinn. Meðan á sveitardvölinni stóð, var tæplega annað að starfa en að éta og sofa. Tryggur var af óblönduðu, dönsku hundakyni úr dýragarðin- um; kóngurinn hafði meira að segja keypt bróður hans, og frá því var öllum skýrt berlega, sem komu á heimilið. En hann hafði samt átt við allmikla hörku að búa í uppvext- inum; því honum var upprunalega ætlað að verða varðhundur við hinar miklu kolabirgðir kaupmannsins úti á Kristjánshöfn. Par hegðaði Tryggur sér fyrirtaks vel. Á nóttunni var hann ólmur og grimmur sem tígrisdýr, en á daginn svo stiltur og vinalegur — meira að segja bljúgur, að kaupmaðurinn fór að veita honum eftir- tekt og lét Trygg hækka í tigninni, gerði hann úr varðhundi að stofuhundi. Og það var eiginlega fyrst eftir það, að allir fullkom- leikar þessa göfuga dýrs tóku að ná vexti og viðgangi. Allrafyrst hafði hann með einkennilegri lítilþægni staðnæmst við dyrnar og horft svo auðmjúklega á þann, sem inn gekk, að menn gátu ekki fengið af sér að hleypa honum ekki inn í stáss- stofuna; og þar gerði hann sig brátt heimakominn, fyrst undir legubekknum, en síðar meir á mjúku ábreiðunni fyrir framan ofn- inn. Og eftir því sem hverjum einstökum í húsinu lærðist æ bet- ur og betur að meta hina dæmalausu eiginleika hans, hækkaði Tryggur smámsaman í tigninni, unz kandídat Hansen fullyrti, að hann væri í raun og veru húsbóndinn á heimilinu, sá sem mestu réði. Pað éitt er víst, að alt framferði Tryggs fékk á sig blæ, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.