Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 28
io8 tímum, er fornsögurnar ná yfir, um víkingaöldina o. s. frv.; svo er og safnið mjög auðugt af bókum um rúnir og rúnafræði. Það er ekki auðvelt að segja með fullri vissu, hve safnið er stórt, þar eð það hefur ekki enn verið skrásett alt, en varla mun ofmikið í lagt, þótt það sé talið undir 9000 bindi. Fiske var allra manna bezt að sér í íslenzkri bókfræði, og mun enginn samtíðarmanna hans, innlendur né útlendur, hafa tekið honum þar fram. Hann gaf út þrjú hefti í »Bibliographical Notices• um bækur prentaðar á íslandi á árunum 1578—1844 og fjórða heftið var nærri fullbúið til prentunar. Er það alveg einstakt verk í íslenzkri bókfræði; í heftunum eru þó einungis taldar þær bækur, sem Fiske átti og ekki eru taldar í skránni yfir íslenzkar bækur 1 British Museum eftir Lidderdale. Af handritum er fátt í safninu, en þar eru margar sjaldgæfar útgáfur. Hann hafði ætlað sér að birta skrá yfir alt safnið, en sakir vanheilsu hætti hann við það. Hann hefur arf- leitt Cornell-háskóla að safninu og kveðið svo á, að þvl skyldi jafnan haldið út af fyrir sig; að vöxtunum af 8000 dollurum skyldi varið ár- lega til bókakaupa og með vöxtunum af 30,000 dollurum skuli launa sérstökum bókaverði, sem jafnan sé íslendingur fæddur og uppalinn á íslandi; þá á og að veija vöxtunum af 5000 dollurum til að gefa út tímarit um bókasafnið og íslenzk efni. Allar bækur sínar aðrar en þær, er heyrðu til þessurn söfnum, sem nú hafa verið talin, hefur Fiske ánafnað Landsbókasafninu í Reykjavík; er það stór og góð gjöf. Hann átti allvandað og fullkom- ið safn af arabiskum bókum og ritum um arabiskar bókmentir og sögu, sem hann mun í fyrstu hafa ætlað Landsbókasafninu, en hann gaf meginhluta þess síðastliðið ár Cornell-háskóla. Vetrarsetur hans á Egypta- landi höfðu það í för með sér, að hann fór að stunda arabisku og gaf út kenslubók í henni; voru orðin rituð með latínu letri; önnur aukin útgáfa af þeirri bók kom út í fyrra — Málverkasafninu í Reykja- vtk hefur hann gefið málverk og ýmsar gersimar. Aðrar eignir sínar gaf hann Cornell-háskóla og munu þær nema alls nálega 2 miljón- um króna. Meðan Fiske var aðstoðarmaður við Astor-bókasafnið, tók hann að gefa sig mikið að skák í frístundum sínum og varð ritstjóri hins fyrsta skáktímarits, sem kom út í Ameríku, og var það í fjögur ár. Hann gaf og út stóra bók um fyrsta ameríska skákþingið (1857), og er í henni hinn mesti fróðleikur um skáktafl og skákbókmentir. Hann hafði jafnan mikið yndi af skák, þótt hann um langt skeið stundaði hana ekki frekar; en síðar gaf hann út eins og kunnugt er, skáktímarit og önnur skákrit á íslenzku og ruddi þar með skákbókmentum braut inn í land vort. Hann gaf Landsbókasafninu hið stærsta og vandaðasta safn skákbóka, sem til er á Norðurlöndum. Hann var og að semja rit á ensku um skáktafl á íslandi, einkum um flutning þess þangað, hveijum breytingum það hefði tekið þar, hve mikilli útbreiðslu það hefði náð og hve mikið megi byggja á frásögnum um það frá fyrri tímum; en við þetta komst hann inn á töfl yfir höfuð og að rekja sögu þeirra einnig utan Islands, til þess, ef auðið væri, að finna sam- band þeirra við töfl þau, er þar hafa tíðkast. Óx ritið við það og fékk hann því miður ekki lokið því; titill þess átti að vera: »Chess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.