Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 19
99
er 13,876 □ álnir. Lengdin — að kómum meðtöldum — er rúm-
ar 200 álnir og breiddin 67 álnir. Aðalkirkjunni er skift í 5 »skip«
eða rými, þar sem söfnuðinum er ætlað að sitja, en þverbyggingunni
er skift í þijú. Þessi rúm eru aðgreind með röðum af gildum súlum,
sem að ofan bera hinar miklu krossbogahvelfingar undir þakinu. Allir
gluggar era prýddir með glermálverkum, helgimyndum og rósum.
þessi glermálverk eru dýrari en maður á hægt með að gera sér hug-
mynd um; það er ekki stór rúða, sem kostar svo hundruðum króna
skiftir. Rúðumar eru flestar litlar og greyptar í blý, en aðalglugga-
grindin er úr járni. Utan að sjá eru þessir gluggar lítil prýði, en þegar
inn er komið og ljósið fellur í gegnum þá, kemur dýrð þeirra í ljós.
Og undraljós það, er þeir varpa um kirkjuna, á sinn þátt í að skapa
það hugarástand, sem gagntekur flesta, sem koma þar inn. I’að gerir
líka kirkjuna mun hátíðlegri og alvarlegri, að ekki er mjög miklu af
skrauti hrúgað saman þar inni — enda þyrfti mikið til að þess gætti
nokkuð í annarri eins veröld — en þar á móti eru þar til og frá út-
skomar og úthöggnar myndir, sem eru sönn listaverk. Aðal-dyrnar
gegn suðri og vestri eru mjög myndum prýddar og hurðirnar aðdáan-
leg listaverk. Vesturhurðin (aðalhurðin) er öll steypt úr kopar, og er
ekki manna meðfæri að opna hana, heldur þarf til þess vélar, sem
búið er um inn í veggjunum. Enda kvað hún aldrei vera opnuð nema
þegar keisarinn kemur!
Hinn fegursti og merkilegasti hluti kirkjunnar er kórinn. Hann
er skilinn frá aðalkirkjunni með járngrindum, og ekki notaður við al-
mennar guðsþjónustur, en ferðamönnum er leyft að sjá hann. Gólfið
er þar alt lagt smásteinum (Mosaik); hver steinn er ca. hálfur þuml-
ungur á hvern veg, og mislitum steinum raðað saman í myndir og
rósir með svo aðdáanlegum hagleik, að frægt er orðið um öll lönd.
í miðjum kórnum stendur altari, sem ekki er neitt óhræsi, alt búið
logagyltu skrauti og myndum engla og hálfguða, en á bak við það er
gert yfir grafir höfðingja og helgra manna, sem ég ekki kann að
nefna. En utan með kórnum er það allra-helgasta. I’að era smá-
kapellur, skildar frá aðalkórnum með öflugum járngrindum. Þar inni
eru geymdar hinar dýrmætustu gersemar kirkjunnar, þar á meðal er
helgiskrín, ríkulega búið gulli, silfri og gimsteinum, og hvíla í því bein —
Austurvegsvitringanna(I). í annarri kapellu er geymdur gripur,
sem mér fanst þó meira um; það er uppdráttur af vesturgafli
kirkjunnar með báðum turnunum, gerður árið 1410 meðan kirkjubygg-
ingunni enn var skamt komið, og hefir honum verið fylgt nú, þá er
kirkjan var fullgerð. Þessi uppdráttur er ekki einungis hið mesta snild-
arverk, heldur og hið ágætasta sýnishorn af dráttlist þeirra tíma.
Ekki er mönnum meinað að ganga upp í turnana, en fáeina
skildinga kostar það, og — andlegt og líkamlegt þrek. Og lítið er
þangað að sækja, nema að sjá yfir »pönnukökuna« í kringum Köln,
og Rín, sem sker hana í tvent. Uppi í suðurturninum er kirkjuklukka,
sem er eftir öðru. Hún er steypt úr 22 koparfallbyssum, sem í’jóð-
verjar tóku af vesalings Frökkum í stríðinu 1870, og Vilhjálmur I
gaf kirkjunni. Kostaði steypan 21,000 ríkismörk, enda vegur klukk-
an 50,000 pund. Á hana er grafið vers, sem byrjar svo:
T