Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 56
136
sér vel við rakkann; því menn sáu hundssporin mitt á milli þjófs-
sporanna«.
sPað var þó merkilegt; og nú á þá Tryggur að reyna —«
»Já — öldungis rétt; í dag hefi ég sent Trygg út þangað;
hann lætur ekki bófana sleppa. Pað er óhætt um það«.
'>Mætti ekki negla þessar lausu fjalir nægilega fastar?«
»Pað gætu menn sjálfsagt — kandídat Hansen! en ég vil ná
í piltungana; þeir skulu fá þá hegningu, sem þeir hafa til unnið;
þetta hefir sært réttarmeðvitund mína ákaflega«.
»Pað er líka inndælt að eiga svona trygga skepnu«.
»Já — en Tryggur er líka gimsteinn, herra kaupmaður! Hann
er spursmálslaust fallegasti hundurinn í allri —«
»Konstantínópel« — greip kandídat Hansen fram í.
»Pað er gömul fyndni hjá herra Hansen«, sagði kaupmaður
til skýringar, »hann hefir endurskírt Aþenu Norðurlanda og gefið
henni nafnið Konstantínópel Norðurlanda, af því honum finst, að
hér sé ofmikið af hundum«.
»Pað er hagur fyrir hundaskattinn«, skaut einhver inn í.
»Já, ef hundaskatturinn kæmi ekki jafn ranglátlega niður«,
sagði kandídat Hansen afundinn; »það er engin heilbrigð brú í
þeirri tilhögun, að aldraður meinleysiskvetinmaður, sem á sér hund
í saumapoka, skuli vera látin borga jafnmikið og annar, sem læt-
ur sér vel líka að gera meðbræðrum sínum ama með því, að vera
eigandi að hálftryltu kvikindi á stærð við minniháttar ljón«.
»Hvernig — með leyfi að spyrja — vildi herra kandídatinn
að hundaskattinum væri niður jafnað?«
»Eftir þyngd, náttúrlega«, svaraði Viggó Hansen óðara.
Hinir öldruðu kaupmenn og bæjarstjórnarmenn hlógu svo
dátt að þessari tillögu um að vega hundana, að helmingurinn við
neðri borðsendann, þar sem enn var verið að varpa fram ein-
dregnum skoðunum í mesta ákafa, fór að taka eftir og slepti
skoðunum sínum, til þess að hlýða á samræðurnar um hundana.
Og spurningin um, hvort það gæti kallast fín dama — reglu-
lega fín dama, sem kunnugt væri um, að hún hefði á eimskipi
lagt fæturna upp á knakk — með litla skó, í útsaumuðum sokk-
um — hún hékk líka eftir alt saman óleyst í loftinu.
»l5að lítur út fyrir, að þér hafið hreint og beint andstygð á
lausum hundum — herra kandídat« — sagði borðdama hans enn
brosandi.