Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 77
i57 Kristján Jónsson (»Biðlarnir«, einnig »Tímarnir breytast«, »Gestkoman«, »Misskiln- ingurinn« og »Gunnlaugur Ormstunga«, sem eru glötuðr), Vald. Briem (»Leikur í jólaleyfinu«, ópr.), Jón Ólafsson (»Fé og ást«, glataðr), Séra Ólafur Björnsson (»Heimkoman«, glatað?) Ari Jónsson búandmaður (»Sigríður Eyjafjarðarsól«, sömu- leiðis »Framfaramaðurinn« og »Afturhaldsmaðurinn«, bæði ópr.), Einar Hjörleifsson (»Brandmajórinn«, ópr.), Valtýr Guðmundsson og Stefán Steíánsson (»Prófastsdótt- irin«, ópr.), Tómas Jónsson (»Yfirdómarinn« og »Hallur« bæði ópr.), Jónas Jónson (»Málugi kötturinn eða Víkurfarganið« og ^Þrándur í bæjarstjórn«, ópr.), Magnús Jochumsson (»Brúðarhvarfið« og »Biðlarnir«, ópr.), Björn M. Ólsen (»Eitt kvöld í klúbbnum«, ópr.) Bjarni org. Pálsson (»Eitt kvöld í klúbbnum«, ópr.), Páll Jónsson (»Strykið«, einnig »Saklaus og slægur«, »Skjaldvör tröllkona« og »Happið«, ópr.), Halldór Briem (»Herra Sólskjöld« og »Ingimundur gamli«). íslenzkir vestan hafs: Sigurbjörn Stefánsson (»Ari«), Jóh. M. Bjarnason (»Bragð á móti bragði« og »Borg- argreifinn« ópr.), Gunnl. E. Gunnlaugsson (»Maurapúkinn«, einnig »Mormóninn« og »Strykið«, ópr), Gunnsteinr. Eyjólfsson (»Norðurfaramir«, ópr.), Þorsteinn M. Borg- fjörð (»Biðillinn«, ópr.) íJá loks: Einar Benediktsson (vHjá höfninni« ópr.), Bjarni Jónsson frá Vogi (»Formáli fyrir leikjum 1895«), Eggert Ó. Briem (»Gizurr Þor- valdsson«), Þorsteinn Egilsson (»Útsvarið«, »Prestskosningin«, »Öskudagurinn«, ópr.), Benedikt Gröndal (»Gandreiðin« og »Ragnarökkur«), Matth. Jochumsson (»Skugga- Sveinn«, »Hinn sanni þjóðvilji«, »Vesturfararnir«, »Tíminn«, ópr., »Helgi hinn magri«, »Jón Arason« og »Aldamót«), Indriði Einarsson (»Nýjársnóttin«, »Hellismenn«, »Systkinin í Fremstadal«, ópr., »Frú Sigríður« og »Sverð og bagall«). Löng runa — að tölu yfir 30, en höf. segir nú, eins og satt er, að leikverk þeirra því nær allra séu einskis nýt eða mjög lítils vi”ði, meira og minna stórgölluð. Hann hefir lesið yfir öll ritin, sem hann með nokkru móti hefir getað náð í, prentuð og óprentuð; um sum hefir hann orðið að láta sér nægja frásögn kunnugra. Nokkrir af þessum hóp eru ekki afleitir, svo sem Sig. Pétursson, Eggert Ó. Briem, í^orsteinn Egilsson o. fl., en þeim öllum taka fram: Matthías Jochumsson og Indriði Einaisson, er höf. telur frumkvöðla sjónleikaskáldskapar á íslandi. Matthías skarar þó mest fram úr í hinum fögru ljóðum og lýrisku blómum, er prýða leiki hans, en er að öðru leyti engi stórgarpur í leiksmíð. Indriða er aftur á móti meiri leikgáfa gefin og sumt hefir honum tekist að gera með list úr garði. Segir höf. hann snortinn af Henrik Ibsen. Þessi bók hr. Kuchlers skýrir ekki einungis frá sögu og þroska leikskáldskapar- ins íslenzka — frá skólaleikjum Sig. Péturssonar og Geirs Vídalíns og öllum hinum lítilfjörlegu tækifærisleikritum til sjónleika Matihíasar og Indriða. Hún getur einnig að nokkru leyti kallast leiksaga íslands: Rekur framfarirnar, sem orðið hafa á sýningu leika — í'rá þvi, er þeir fyrst voru sýndir í Latínuskólanum í Reykjavík eða í stofum einstakra manna, þangaðtil menn nú hafa komið sér upp rúmgóðum húsum með leiksviðum, bæði í höfuðstaðnum og fleirum kaupstöðum. Fyrstu leik- húsfrömuði nefnir hann: Jón Guðmundsson ritstjóra, Jón Arnason bókavörð og Sigurð Guðmundsson málara. Frásögnin er einkar Ijós og skipuleg, og grein er gerð fyrir þróunarsambandi leiksýninganna og leikskáldskaparins og gagnskiftisáhrifum þeirra. Dómar höf. eru víst víðast hvar fyllilega réttir, og þægilegt er að heyra, að hann er ekki sömu skoðunar og Philipp Schweitzer, er í bók sinni (»Island: Land und Leute, Ge- schichte, Litteratur und Sprache«, Leipzig 1885), kveður ísland »vanta öll skilyrði til þess að sjónleikaskáldskapur geti þrifist þar«. Magister Kuchler á miklar þakkir skilið fyrir starf sitt alt og vináttu til íslands. En þessari byrjun íslenzks sjónleika-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.