Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 14
94
Til leiðbeiningar þeim, er koma vildu að legstað Jónasar Hall-
grímssonar, skal þess getið hér, að á móti nr. 112 á Norðurbrúargötu
er sáluhlið á Assistents-kirkjugarði. Beint inn úr hliðinu er breiður veg-
ur inn að hliði á þvergarði þar inni í garðinum. Skamt fyrir innan
það hlið sér hægramegin lítinn dökkgráan stein og stendur á honum
»A. C. Madsen * 2 2. Juni 1847 f 26. Juni 1898«. Steinn-
inn snýr öfugt við líkin í reitinum, því að þau liggja þannig, að standi
menn frammi fyrir steininum, við hliðið á grindunum umhverfis reitinn
N. 1095, eru höfuðin í reitinum hægramegin. Gangi menn fyrir höfða-
endann út á lítinn stíg, er þar verður, er gröf Madsens vinstramegin,
rétt við hliðið á grindunum, og nokkrar líkur eru til þess, að þar sé
gröf Jónasar, en það er með öllu óvíst. Hitt er víst, að þessi fer-
hyrndi blettur (4 álnir á hvorn veg) er legstaður Jónasar Hallgrímsonar.
M. f>.
Dómkirkjan í Köln.
Margar eru greinir hinna fögru lista. — A margan hátt hafa
mennimir leitast við að gera sínar stærstu og fegurstu hugsjónir sýni-
legar og öðmm skiljanlegar, með málaralistinni, tónlistinni, ljóðlistinni,
leiklistinni og síðast, en ekki sízt, með byggingarlistinni.
Ef til vill er það ekkert, sem fræðir oss eins ljóslega um menn-
ingu iöngu liðinna alda, eins og byggingar og byggingarústir, sem eftir
þær kynslóðir standa, sjálfar listaverk og listaverkum prýddar hátt og
lágt, og venjulega í beinu eða óbeinu sambandi við það fegursta og
göfugasta, sem þjóðirnar áttu til í eigu sinni, trúarbrögðin.
Rústir Nínive og Babýlónar era uppsprettur að fróðleik um elztu
æfi mannkynsins. Pýramýdarnir og hofrústimar í öræfunum kringum
Níldalinn eru næstum ævarandi bautasteinar hinnar fornegypzku menn-
ingar; súlubrotin á Akrópólis róma hástöfum listasmekk Grikkja og
í Pompej gengur nútíðarmaðurinn rakleiðis inn í heimilishús gömlu
Rómveijanna, sem lifðu á öndverðri keisararaöldinni. Þannig ber
byggingarlistin hugmyndir sinnar tíðar fram gegnum margar aldir eða
aldatugi.
Svo má að orði kveða, að byggingarlistin gefi hinum bygða heimi
hið ytra útlit sitt. Eins og andlitsdrættir mannsins gefa grun um það,
hvað honum býr í brjósti, eins ber svipur borganna vitni um hugarfar
íbúanna, sem hafa bygt þær. París þykir glæsilegasta borg í heimi,
og Frakkar einnig mestir snyrtimenn. I’jóðveijar hugsjónamenn, djarfir
og stórhuga; enda bera hinir himingnæfandi turnar í borgum þeirra
þeim vitni í því efni. — — — —
í’að er hin svonefnda »g o tne sk a« byggingarlist, sem ég ætlaði
að gera að umtalsefni í línum þessum, einkum dómkirkjuna í Köln á
Þýzkaiandi, sem þykir eitthvert hið fegursta verk þeirrar byggingarlist-