Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 59
139 höldum þeim? — herra kandídat!« — kallaði kolasali nokkur hlæjandi. »Enganveginn! ekkert getur verið fráleitara, en að kolalaus veslingur, sem kemur til að fylla pokann sinn úr heilu kolafjalli, — að hann eigi þá að verða rifinn sundur af villidýrum. Pví fer svo fjarri, að nokkurt skynsamlegt jafnaðarhlutfall sé á milli jafnlítil- fjörlegrar yfirsjónar og jafnvoðalegrar hegningar*. »Mættum við ekki fá að heyra, hvernig þér ætluðuð að fara að vernda kolafjallið yðar, ef þér ættuð slíkt fjall ?« »Eg mundi gera öflugan skíðgarð, og væri ég mjög þjóf- hræddur, mundi ég hafa mannvörð, sem segði kurteislega, en þó einbeittlega við þá, sem kæmu með pokann: þú verður að af- saka! — en hann húsbóndi minn er mjög aðgætinn. Pér fáið ekkert í pokann yðar; þér verðið að hafa yður á brott sem skjótast«. Gegnum almennu hlátursköllin, sem dundu eftir þessa síðustu fjarstæðu heyrðist alvarleg klerksrödd neðan úr kvennahópnum: »Mér virðist dálítið vanta í þessar umræður — atriði, sem ég mundi vilja kalla siðferðisatriðið. Er því ekki svo háttað, að við allir, sem hérna sitjum, höfum í hjörtum vorum ákveðna og ljósa til- finning fyrir því, hve viðbjóðslegur glæpur það sé, sem við köll- um þjófnað?« Pessu var alment og einlæglega samsint. Og skyldi það ekki enn frekar vekja hjá oss viðbjóð, að heyra úr glæp, sem bæði í guðs og manna lögum er með berum orð- um talinn einhver hinn versti, að heyra úr honum gerða lítilfjör- lega og smávegis yfirsjón? Skyldi slíkt ekki geta orðið í hæsta máta siðspillandi og hættulegt fyrir þjóðfélagið ?« »Leyfið mér líka«, svaraði hinn óþreytandi kandídat Hansen undir eins, »að sýna fram á eitt siðferðisatriði. Er því ekki svo háttað, að ótalmargir, sem ekki sitja hérna, hafa í hjörtum sínum ákveðna og ljósa tilfinning fyrir þvi, hve viðbjóðslegur glæpur það sé, sem þeir kalla auðæfi? Og skyldi það ekki enn frekar hljóta að vekja viðbjóð hjá þeim, sem sjálfir eiga ekki annað af kolum en tóman poka, þegar þeir sjá mann, sem leyfir sér að eiga 2—300 þúsund tunnur, slá ólmum dýrum lausum til að gæta kolafjalls- ins síns, og ganga til rekkju eftir að hafa ritað á hliðið: Varð- hundunum er slegið lausum, þegar rökkva tekur. Skyldi slíkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.