Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 61
I4i því það varð ekki stórum bjartara allan daginn, og heldur ekki heitara. Loftið var þrungið af þoku — ekki hvítgrárri hafþoku, heldur mógrárri, kafþykkri, nákendri Rússaþoku, sem hafði ekki þynst við að leggja leið sína yfir Svíþjóð! Og austanvindurinn hafði hana í eftirdragi og hlóð henni vel og rækilega niður á milli húsanna í Kaupmannahöfn. Undir trjánum fram með Kastalasikinu og úti á Grænuflöt var alautt eftir dropafallið frá greinunum. En á miðjar göturnar og á húsþökin lagði snjórinn þunna hvíta breiðu. Pað var enn þá dauðakyrð fyrir handan hjá Búrmeister & Wain; svarti morgunreykurinn þyrlaðist upp úr reykháfunum, og austanvindurinn þeytti honum niður á hvítu þökin, svo hann varð enn svaftari, og dreyfði honum út yfir höfnina inn á milli reið- anna á skipunum, sem lágu ömurleg og svört í gráskímunni með hvítum snjórákum fram með hástokkunum. Á Tollbúðinni átti að fara loka víghundana inni og opna járnhliðin. Austanvindurinn lagðist þungt á og kastaði öldunum inn að Löngulínu og braut þær milli slepjugu steinanna, svo úr varð grágræn froða, þar sem aftur iangar undiröldur gengu inn á höfn- ina, gjálpuðu undir Tollbúðarslána og veltu víðfrægum nöfnum og raunaendurminningum inn yfir lástokkinn kringum flotalægið; og þar lágu gömlu timburfreigáturnar reiðalausar með þaki yfir sér í sínu ægilega, stórkostlega — gagnsleysi. Höfnin var alsett skipum og á bryggjunum og í pakkhúsun- um lágu háir vöruhlaðar. Enginn gat fyrir sagt, hvernig vetur- inn yrði, hvort menn mundu verða afkróaðir mánuðum saman frá umheiminum, eða það mundi verða sífeld þoka og krapsnjór. Þessvegna lá þar röð við röð af steinolíutunnum, sem ásamt ogurlegum kolafjöllum voru til taks gegn hörkuvetri; og þar lágu átn- ur og uxahöfuð með víni og konjakki, sem biðu með þolinmæði eftir nýjum fölsunum; lýsi og tólg og korkur og járn — alt lá það og beið hvert sinnar vitjunar. Alstaðar lá vinna og beið og beið —- erfið vinna, gróf vinna og fín vinna, alla leið neðan úr kjalsogi ensku kolabáknantia og upp að gyltu hreðkunum á nýju kirkjunni keisarans á Rússlandi í Breiðgötu. En enginn snerti á neinu. Bærinn svaf svo fast; það var svo þungt í lofti, veturinn vofði yfir; og á götunum var svo kyrt, að heyra mátti vatnsrenslið úr snjónum, sem þiðnaði á þökunum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.