Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 61

Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 61
I4i því það varð ekki stórum bjartara allan daginn, og heldur ekki heitara. Loftið var þrungið af þoku — ekki hvítgrárri hafþoku, heldur mógrárri, kafþykkri, nákendri Rússaþoku, sem hafði ekki þynst við að leggja leið sína yfir Svíþjóð! Og austanvindurinn hafði hana í eftirdragi og hlóð henni vel og rækilega niður á milli húsanna í Kaupmannahöfn. Undir trjánum fram með Kastalasikinu og úti á Grænuflöt var alautt eftir dropafallið frá greinunum. En á miðjar göturnar og á húsþökin lagði snjórinn þunna hvíta breiðu. Pað var enn þá dauðakyrð fyrir handan hjá Búrmeister & Wain; svarti morgunreykurinn þyrlaðist upp úr reykháfunum, og austanvindurinn þeytti honum niður á hvítu þökin, svo hann varð enn svaftari, og dreyfði honum út yfir höfnina inn á milli reið- anna á skipunum, sem lágu ömurleg og svört í gráskímunni með hvítum snjórákum fram með hástokkunum. Á Tollbúðinni átti að fara loka víghundana inni og opna járnhliðin. Austanvindurinn lagðist þungt á og kastaði öldunum inn að Löngulínu og braut þær milli slepjugu steinanna, svo úr varð grágræn froða, þar sem aftur iangar undiröldur gengu inn á höfn- ina, gjálpuðu undir Tollbúðarslána og veltu víðfrægum nöfnum og raunaendurminningum inn yfir lástokkinn kringum flotalægið; og þar lágu gömlu timburfreigáturnar reiðalausar með þaki yfir sér í sínu ægilega, stórkostlega — gagnsleysi. Höfnin var alsett skipum og á bryggjunum og í pakkhúsun- um lágu háir vöruhlaðar. Enginn gat fyrir sagt, hvernig vetur- inn yrði, hvort menn mundu verða afkróaðir mánuðum saman frá umheiminum, eða það mundi verða sífeld þoka og krapsnjór. Þessvegna lá þar röð við röð af steinolíutunnum, sem ásamt ogurlegum kolafjöllum voru til taks gegn hörkuvetri; og þar lágu átn- ur og uxahöfuð með víni og konjakki, sem biðu með þolinmæði eftir nýjum fölsunum; lýsi og tólg og korkur og járn — alt lá það og beið hvert sinnar vitjunar. Alstaðar lá vinna og beið og beið —- erfið vinna, gróf vinna og fín vinna, alla leið neðan úr kjalsogi ensku kolabáknantia og upp að gyltu hreðkunum á nýju kirkjunni keisarans á Rússlandi í Breiðgötu. En enginn snerti á neinu. Bærinn svaf svo fast; það var svo þungt í lofti, veturinn vofði yfir; og á götunum var svo kyrt, að heyra mátti vatnsrenslið úr snjónum, sem þiðnaði á þökunum,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.