Eimreiðin - 01.05.1905, Side 47
127
ins væri stefnt á hann. Og kaupmaðurinn hafði meira að segja
skýrt og skorinort sagt við kandídat Hansen, að það gæti vel
komið fyrir einhvern daginn, að hann yrði bálreiður, ef hann feng-
ist ekki til að tala sæmilega um Trygg.
En froken Tyri hataði kandídat Hansen blátt áfram fyrir
þetta. Og þó að Valdimar væri orðinn fullorðinn — að minsta
kosti orðinn stúdent, þá hafði hann þó enn þá gaman af að hnupla
hönzkunum úr frakkalafsvösum kandídatsins og fá Trygg þá til
þess að rífa í sundur. Já, jafnvel frúin sjálf, sem þó var svo ljúf
og blíð, eins og tevatn, varð stundum að kalla kandídatinn fyrir
sig og setja alvarlega ofan í við hann fyrir, að hann skyldi geta
féngið af sér að tala svona illa um blessaðan hundinn.
Alt þetta skildi Tryggur mæta vel. En hann fyrirleit kandí-
dat Hansen og lét sig hann engu skifta. Hann lét svo lítið að
rífa sundur hanzkana, af því hann vissi, að Valdimar vinur hans
hafði gaman af því; en annars lét hann sem hann sæi ekki kandí-
datinn.
Pegar kóteletturnar komu, át Tryggur þær stillilega og hljóð-
lega; hann bruddi ekki beinin, en fletti hverri kjöttægju utan af
þeim og sleikti diskinn. Síðan gekk hann að kaupmanninum og
lagði hægri löppina upp á kné hans.
»Verði þér að góðu — verði þér að góðu! — gamli vinur!«
sagði kaupmaðurinn og komst við; hann komst æfinlega jafnmikið
við á hverjum morgni, þegar þetta var endurtekið.
»Pú getur þó ekki kallað hann Trygg gamlan — pabbic,
sagði Valdimar stúdent dálítið þóttafullur.
»Nú — ég veit ekki hvað þér líst! — hann er bráðum
átta vetra«.
»Já, en — góði minn«, sagði frúin blíðlega, »átta vetra hund-
ur getur ekki kallast gamall hundur«.
»Nei, — er ekki svo — mamrna!* kallaði Valdimar með
áfergju, »ertu ekki á sama máli og égf — átta vetra hundur
getur ekki kallast gamall hundur«.
Og í einu vetfangi hafði alt fólkið skift sér í tvo flokka —
tvo ákafa flokka, sém með stanzlausum orðaflaum tók að ræða:
hvort átta vetra hundur gæti kallast gamall hundur eða ekki.
Menn komust í hita báðum megin, og þó að hvorir endurtæki og
endurtæki sína skoðun óbreytta ofan í aðra, leit þó ekki út fyrir,
að menn mundu géta orðið á eitt sáttir — ekki einu sinni þegar