Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 15
Kostnaðurinn við mósallann í þessum hlutafélögum er hér um bil 58—63 aur. fyrir hvern teningsmetra. Mósallaverksmiðjurnar í Noregi selja bagga af mósalla, sem ekki er meira en 3/4 úr teningsmetra — hér um bil 65 kíló — fyrir 1,40—1,50 kr. í »Meddelelser fra det norske myrselskab nr. 3, 1904« er hluta- félögum þessum lýst rækilega og er þar látið mjög vel af þeim. I’að verður aldrei nógu rækilega brýnt fyrir bændum að hirða áburðinn sem allra bezt. Mjög mikilsverður liður í áburðarhirðing- unni er einmitt undirburðurinn, og betri undirburð og áburðar- drýgi en góðan mósalla er ómöglegt að fá, og þótt víða heima verði ef til vill ekki hægt að fá annað en venjulega mómylsnu, þá er ekkert vafamál, að það mundi margborga sig fyrir bændur að birgja sig af henni, því kostnaðurinn yrði víðast mjög lítill, en hagnaðurinn stórum aukinn áburður. Til þess að þerra alveg upp áburðinn, þarf hér um bil 3 kíló á dag fyrir hverja kú, en ekki nema 1—2 kíló á dag fyrir hestinn. í fjárhúsum er mósalli ekki hentugur, sezt í ullina, en þar er og venjulega lítil þörf á undir- burði; aftur hefir hann þótt reynast ágætlega í hænsnahúsum, ver hænsin óþrifum og heldur húsunum daunlausum. I salerni ætti alstaðar að nota mómylsnu. Hún tekur burtu allan ódaun, sem hætt er við í slíkum húsum og víða kveður svo mikið að, að varla er heimtandi að þau séu notuð nema í ýtrustu neyð. Hún geymir og ágætlega hin dýrmætu áburðarefni og hindrar að ammóniakið, sem allajafna myndast við rotnunina, rjúki burtu. Talið er, að 30—50 kíló af mómylsnu þurfi fyrir manninn á ári hverju. Að nota mómylsnu í salernum er til hollustu, þrifa og- sparnaðar. MÓOFNAR. Það hefir meiri þýðingu fyrir hagnýting mósins en flestir hyggja, að ofnar þeir, sem honum er brent í, séu viðeigandi. Heima hefir lítið eða ekkert tillit verið tekið til þess. Samskonar ofnar eru notaðir jöfnum höndum fyrir kol, við og mó. Nú er því svo varið, að flestir ofnar, sem fluttir eru til íslands, eru ein- göngu ætlaðir fyrir kol og koks, sem eru algengustu eldsneytis- tegundir hér, og því óhentugir fyrir mó. Til þess að gjöra þétta skiljanlegt, vil ég fara nokkrum orðum um bruna og hvaða skil- yrði eru til þess, að ofnar hagnýti eldsneytið sem bezt. Hér að framan (Eimr. XI, 38) var nokkuð skýrt frá samsetn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.