Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 33

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 33
193 »Pér verðið að hugsa um, faðir minn, hvaða sálar kvalir sá líður, sem lætur aðra kveljast, án þess að reyna til að hjálpa. Eg býst við, að öllum í héraðinu þyki það órétt, en mér hefur liðið of illa öll þessi ár, til þéss að reyna ekki að gera eitthvað, þegar hún verður laus.« Faðir minn hrærir hvorki legg né lið. »Pá fæ ég næstum gráthljóð í kverkarnar og segi: »Lítið þér nú á; ég er ungur maður, og það er mikið, sem ég legg í sölurnar, ef ég tek hana. Mönnum hefur þótt ég fara illa að ráði mínu áður, gjöri ég þetta, mun þeim þó þykja það enn verra.« En ég get ekki fengið föður minn til að segja neitt. »Eg hef líka hugsað um, að við Ingimararnir höfum getað haldið sömu jörðunni í mörg hundruð ár, en allar aðrar jarðir hafa skift um eigendur. Og ég get ekki betur séð, en að það sé vegna þess, að Ingimararnir hafi ætíð leitast við að ganga á guðs vegum. Við Ingimarar þurfum ekki að óttast mennina, við eigum bara að ganga á guðs vegum.« Pá lítur öldungurinn loks upp, og svo segir hann: »Petta er vandamál, Ingimar; ég held ég verði að fara inn í drykkjustofuna og spyrja hina Ingimarssynina.« Og svo gengur faðir minn inn í stofuna og ég sit eftir. Og þar verð ég að sitja og bíða og bíða, þangað til faðir minn kemur aftur. Svo, þegar ég er búinn að bíða marga klukkutíma, fer mér að leiðast og ég lít inn til föður míns. »Vertu rólegur þarna úti, Ingimar litli,« segir faðir minn, »þetta er vandamal.« Og ég sé alla gömlu karlana, hvernig þeir sitja með aftur augun og hugsa. — Og ég bíð og bíð, og ég bíð líklega enn þá. Hann gekk smábrosandi á eftir plógnum, sem nú fór hægt og hægt, eins og hestarnir þyrftu hvíldar við. Pegar hann kom að skurðinum, tók hann í taumana og stöðvaði hestana; hann var orðinn mjög alvarlegur. »Pað er undarlegt, að þegar maður spyr einhvern ráða, þá finnur maður sjálfur hvað rétt er, á meðan maður er að spyrja. Pá skynjar maður alt í einu jafnvel það, sem maður hefur ekki getað skilið á heilum þremur árum. Nú skal það verða eins og guð vill.« •3

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.