Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 30
190 hún kynnist betur«, hugsaði ég. »Hún hlýtur með tímanum að að kunna við sig á Ingimarsstöðum«. »Eg var nú rólegur um tíma; en svo spurði ég loks móður mína, hversvegna Brita væri orðin svo föl og svo flóttaleg í augunum. Móðir mín sagði það væri, af því hún ætti barn í vændum, og að hún mundi verða sjálfri sér lík aftur, þegar það væri um garð gengið. Ég var nú samt með sjálfum mér hræddur um, að Britu sárnaði altaf, að ég hefði frestað brúðkaupinu, en ég þorði ekki að spyrja hana um það. Bér vitið, faðir minn, að þér höfðuð ætíð sagt, að það ár, sem ég gifti mig, ætti að mála alt húsið rautt. Og þeirri rauð- málun hafði ég hreint ekki efni á það árið. Bað verður alt sam- an ágætt næsta ár, hugsaði ég«. Plægingamaðurinn bærði varirnar um leið og hann gekk. Hann var svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að honum fanst hann sjá andlit föður síns fyrir framan sig. Ég verð að segja föður mín- um satt og rétt frá öllu saman, hugsaði hann, svo hann geti gefið mér gott ráð. »Svona leið allur veturinn og ég velti því oft fyrir mér, að et Brita héldi áfram að vera svona sorgbitin, þá hefði ég heldur vilj- að neita mér um hana og senda hana heim til Bergskógs, en nú var jafnvel það of seint. Og svona leið alveg fram að maí; þá uppgötvuðum við eitt kvöldið, að hún hafði leynst burtu. Við leituðum að henni alla nóttina, og um morguninn hafði ein af vinnukonunum upp á henni«. Nú tek ég nærri mér að segja meira, svo ég þagna; og þá spyr faðir minn: »1 guðs bænum, hún var þó ekki dáin?« »Nei, ekki hún«, segi ég, og faðir minn heyrir, hvernig röddin titrar í mér. »Var barnið fætt?« segir faðir minn. »Já«, segi ég, »og hún hafði kyrkt það; það lá dautt við hliðina á henni«. »Hun hefir líklega aldrei verið með fullu viti«. — »Jú, ekki vantaði hana vit«, segi ég, »hún gerði þetta til að hefna sín á mér, af því ég hefði þröngvað henni til að taka mér. En þrátt fyrir það, skyldi hún ekki hafa gjört það, ef ég hefði gifst sér, en nú sagði hún, hefði hún ásett sér, að fyrst ég vildi ekki eign- ast barn mitt á heiðarlegan hátt, skyldi ég ekkert barn eignast*. Faðir minn getur ekki orði upp komið sökum hrygðar. »Hafðir þú hlakkað til barnsins, Ingimar litli ?« segir hann loksins. — »Já«, segi ég. — »Bað var hörmung að þú skyldir hitta á þvílíka kvenn- persónu.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.