Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 74
234 inni«. En orsökin til þess dráttar er sú: Á kápu ritsins stendur »1« og bendir það á, að önnur rit fylgi fljótt á eftir. Sakir þess var beðið, til þess að hægt væri að geta um fleiri af ritum þessum í einu. En biðin hefir orðið árangurslaus. Postulasagan er einn þáttur í biblíuþýðing þeirri, sem »Hið ís- lenzka biblíufélag« hefir með höndum. Og hefir oft verið áður minst á hana í »Eimreiðinni« (t. d. Eimr. VII, bls. 125). Þar hefir og verið getið um bækur þær, sem þegar eru komnar út: Fyrstu bók Móse og guðspjöllin öll. Sýnt hefir og verið fram á, að þýðing Biblíufélagsins væri yfirleitt mjög góð og nákvæm. En þó virðist þýðingin á »Post- ulasögunni« bera af öllu því, sem á undan er komið. Þýðingin er í alla staði ágæt. Og allur frágangur á ritinu mjög vandaður. Endurskoðunarnefnd Bibh'ufélagsins tók til starfa 1897. Nefndar- menn hafa síðan unnið að þýðingunni með mesta áhuga, samvizku- semi og dugnaði. Oskandi væri, að þeim auðnaðist að ljúka starfi sínu á 10 árum, svo að þýðingunni allri yrði lokið 1907. H. P. SIGFUS EINARSSON: LOFGJÖRÐ (úr Davíðssálmum) fyrir karla og kvenna raddir með undirspili. Rvík 1904. Lag þetta er hátíðlegt og hljómfagurt; hefir höf. gert sér mikið far um að gera raddsetninguna bæði á söngröddunum og undirspilinu sem bezt úr garði, enda hefir hvorttveggja vel tekist. P. E. íslenzk hringsjá. UM HAFSTRAUMA í HÖFUNUM KRINGUM ÍSLAND (»Nogle Under- sogelser over Havstrommene i Farvandene mellem Norge, Skotland og Gronland«) hefir höfuðsmaður C. Ryder í sjóliði Dana ritað ritgerð í »Det danske meteoro- logiske Instituts nautisk-meteorologiske Aarbog« 1904, og er hún bæði á ensku og dönsku, hvor textinn við hliðina á öðrum. Eru rannsóknir þessar bygðar á flösk- um, sem varpað hefir verið útbyrðis af skipum á siglingu við ísland eða í grend við það, er síðar hafa fundist á ýmsum stöðuni. Má af því marka stefnu straumanna, hvort flöskurnar heflr rekið, en af tímalengdinni, er þær hafa verið á leiðinni, hve hraðfara straumarnir eru. Af 785 flöskum, sem varpað var útbyrðis á árunum 1899 —1901, hafa 64 fundist, og síðar hafa fundist 2, sem út var kastað 1902. Af þess- um 66 flöskum hefir 1 fundist við strendur Grænlands, 15 á íslandi, 3 í Færeyjum, 2 á Hjaltlandi, 1 í Orkneyjum, 1 á írlandi, 41 í Noregi og 1 í Danmörku. — Rit- gerðinni fylgja nákvæmir uppdrættir, sem sýna stefnu straumanna, hvar flöskunum hefir verið út varpað og hvar þær hafa fundist. V. G. UM LANDMÆLINGAR HERSTJÓRNARRÁÐSINS Á ÍSLANDI (»Fra General- stabens topografiske Afdelings Virksomhed paa Island«) hefir premíerlautinant y. P Koch ritað fróðlega ritgerð í »Geografisk Tidsskrift« (1905—1906,1—II. h.), og er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.