Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 74

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 74
234 inni«. En orsökin til þess dráttar er sú: Á kápu ritsins stendur »1« og bendir það á, að önnur rit fylgi fljótt á eftir. Sakir þess var beðið, til þess að hægt væri að geta um fleiri af ritum þessum í einu. En biðin hefir orðið árangurslaus. Postulasagan er einn þáttur í biblíuþýðing þeirri, sem »Hið ís- lenzka biblíufélag« hefir með höndum. Og hefir oft verið áður minst á hana í »Eimreiðinni« (t. d. Eimr. VII, bls. 125). Þar hefir og verið getið um bækur þær, sem þegar eru komnar út: Fyrstu bók Móse og guðspjöllin öll. Sýnt hefir og verið fram á, að þýðing Biblíufélagsins væri yfirleitt mjög góð og nákvæm. En þó virðist þýðingin á »Post- ulasögunni« bera af öllu því, sem á undan er komið. Þýðingin er í alla staði ágæt. Og allur frágangur á ritinu mjög vandaður. Endurskoðunarnefnd Bibh'ufélagsins tók til starfa 1897. Nefndar- menn hafa síðan unnið að þýðingunni með mesta áhuga, samvizku- semi og dugnaði. Oskandi væri, að þeim auðnaðist að ljúka starfi sínu á 10 árum, svo að þýðingunni allri yrði lokið 1907. H. P. SIGFUS EINARSSON: LOFGJÖRÐ (úr Davíðssálmum) fyrir karla og kvenna raddir með undirspili. Rvík 1904. Lag þetta er hátíðlegt og hljómfagurt; hefir höf. gert sér mikið far um að gera raddsetninguna bæði á söngröddunum og undirspilinu sem bezt úr garði, enda hefir hvorttveggja vel tekist. P. E. íslenzk hringsjá. UM HAFSTRAUMA í HÖFUNUM KRINGUM ÍSLAND (»Nogle Under- sogelser over Havstrommene i Farvandene mellem Norge, Skotland og Gronland«) hefir höfuðsmaður C. Ryder í sjóliði Dana ritað ritgerð í »Det danske meteoro- logiske Instituts nautisk-meteorologiske Aarbog« 1904, og er hún bæði á ensku og dönsku, hvor textinn við hliðina á öðrum. Eru rannsóknir þessar bygðar á flösk- um, sem varpað hefir verið útbyrðis af skipum á siglingu við ísland eða í grend við það, er síðar hafa fundist á ýmsum stöðuni. Má af því marka stefnu straumanna, hvort flöskurnar heflr rekið, en af tímalengdinni, er þær hafa verið á leiðinni, hve hraðfara straumarnir eru. Af 785 flöskum, sem varpað var útbyrðis á árunum 1899 —1901, hafa 64 fundist, og síðar hafa fundist 2, sem út var kastað 1902. Af þess- um 66 flöskum hefir 1 fundist við strendur Grænlands, 15 á íslandi, 3 í Færeyjum, 2 á Hjaltlandi, 1 í Orkneyjum, 1 á írlandi, 41 í Noregi og 1 í Danmörku. — Rit- gerðinni fylgja nákvæmir uppdrættir, sem sýna stefnu straumanna, hvar flöskunum hefir verið út varpað og hvar þær hafa fundist. V. G. UM LANDMÆLINGAR HERSTJÓRNARRÁÐSINS Á ÍSLANDI (»Fra General- stabens topografiske Afdelings Virksomhed paa Island«) hefir premíerlautinant y. P Koch ritað fróðlega ritgerð í »Geografisk Tidsskrift« (1905—1906,1—II. h.), og er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.