Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 75

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 75
235 hún aðallega lýsing á þeim torfærum, sem hann og félagar hans áttu við að stríða við mælingarnar á Skeiðarársandi og Öræfajökli sumarið 1904. Ritgerðinni fylgir og ágætur uppdráttur af þessu svæði með litum. Það er einkennilegt við þessa rit- gerð — gagnstætt því, sem maður á annars að venjast í dönskum ritum —, að í henni er hvert einasta íslenzkt nafn (bæði manna og staða) rétt stafsett, og er það góð bending um, hve samvizkusamlega hér er frá öllu gengið, enda ekki nema rétt að þessa sé getið til verðugs lofs og heiðurs þessum kærkomnu gestum vorum, sem eru að hjálpa okkur til að auðga þekkingu vora á landinu okkar. V'. G. UM LIFNAÐARHÆTTI ÍSLENDINGA Á 19. ÖLDINNI (»Livet pá Island i det 19. árhundrede«) heíir frú Bríet Bjarnhéðinsdóltir ritað langa ritgerð í »Nordisk Tidsskrift för Vetenskap, Konst och Industri« (Stokkh. 1905, 2. h.), sem oftast er kallað »Letterstedtska tímaritið«. Er það liðleg og fjörleg lýsing á sveitalífinu ís- lenzka, eins og það var í uppvexti hennar á þriðja fjórðungi 19. aldar, og að lokum yfirlit yfir helztu framfarir landsins á síðasta aldarfjórðungnum. Er það laglega af sér vikið af íslenzkri konu, sem mestmegnis hefir orðið að afla sér mentunar sinnar sjálf, að rita slíka ritgerð á útlendu máli og komast jafnvel frá því og hún hefir gert. V. G. LEBENSLUGEN. Svo kallar M. phil. C. Kúchler þýðingu sína á fjórum sögum eftir prófast Jónas Jónasson, sem nú eru út komnar í einu lagi í hinu alkunna ritsafni »Reclams Universal-Bibliothek« (nr. 4657). Eru það sögurnar: Eið- urinn, Brot úr æfisögu, Gletni lífsins og Hungurvofan. Þýðingin er vel af hendi leyst, eins og þýðingar hans yfirleitt. V. G. UM ÓLAF DAVÍÐSSON hefir kennari í þjóðsagnafræðum við háskólann í Khöfn, dr. A. Olrik ritað nokkur hlýleg minningarorð í tímaritið »Danske Studier« 1904, og segir, að þó að stundum hafi brestur verið á vísindalegri nákvæmni hjá honum, þá muni þó þjóðfræðasöfn hans jafnan geyma minningu hans sem eins hins ötulasta þjóðsagnafræðings íslands. V. G. UM TORFKIRKJUR Á ÍSLANDI (»De sidste Græstorvkirker paa Island«) hefir höfuðsmaður Daníel Bruun skrifað ritgerð í »Architekten, Meddelelser fra aka- demisk Architektforening« (5. árg. 1902—3). Er þar lýsing á þessum kirkjum með mörgum myndum af þeim, bæði að innan og utan, og að lokum er þar og skýrt frá ýmsum kirkjusiðum á íslandi og lýst skírnarveizlum, brúðkaupum og erfisdrykkjum. V. G. ÞÝÐINGAR Á ÍSLENZKUM RITUM. Hrólfs sögu Kraka hefir prófessor dr. Paul Hertnann (sá er ferðaðist á íslandi í fyrra) þýtt á þýzku (Torgau 1905) og eru þar til samanburðar og skýringar tilfærðar greinir neðanmáls úr öðrum forn- ritum, bæði íslenzkum (Langfeðgatali, Skjöldunga sögu, Bjarkarímum), forndönskum (Danasögu Saxa, Sveins Ákasonar o. fl.) og fornenskum (Beowulf, Widsid). í*ýð- ingin er góð, sem meðal annars má marka af því, að hann þýðir rétt orðið geitur (í höfði), sem hvorki Detter né Fritzner gamli hafa skilið. Friðþjófs sögu frækna hefir dr. Félix Wagner (í Virton í Belgíu) þýtt á frönsku (Louvain 1904) og íylgja þeirri þýðingu líka miklar skýringar neðanmáls og langur inngangur framan við, og er þar um allmikinn fróðleik að tefla. En fyrir kemur það, að þýðandannm skjátlast, af því hann hefir misskilið einstök orð. V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.