Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 57
2I7 hendi; og vakin og sofin var hennar fremsta hugsun — framar öllu öðru — að faðir sinn hefði alt sem þægilegast. Gunnar var orðinn drykkfeldur; alt þetta basl og raunir, sem hann átti í, þyngdi svo á huga hans, að alt útsýni varð svart, og við sjóndeildarhringinn var sólin svo hulin skýjum, að enga birtu lagði af henni. Honum fanst það létta sorgir sínar í hvert skifti, er hann sat hjá Bakkusi, hvort heldur hann heimsótti hann einn, eða með nágrönnum sínum; en jafnskjótt og hann var frá honum genginn og vínið rokið úr kollinum, var það sama drepandi stríðið, sem nagaði sálarþrek hans. Svo var það um haustið, nær veturnóttum, að Gunnar fór í kaupstað ásamt nokkurum fleirum bændum, nágrönnum sínum. IJað var kalsaveður um daginn; norðanvindur með snjóslitringi og frosthörku mikilli. Hestarnir báru sig illa, þar sem þeir stóðu bundnir, heylausir, storknir og sílaðir eftir reiðina í kaupstaðinn. Fálki var órólegur, barði með framfótunum ofan í jörðina, svo svörðurinn tættist upp; leit auðmjúklega til Gunnars, þegar hann gekk þar um; lagði kollhúfur, frýsaði og hneggjaði svo undir tók i húsunum. Undir kveldið var haldið heimleiðis. Gunnar var mjög drukkinn og þungur á riðunum; samt þótti samferðamönnunum það eftirtektavert, hvernig Fálki lék sér að því að hlaupa svo undir Gunnar, að hann féll aldrei af baki. Pegar samferðamennirnir höfðu náð Gunnari eftir sprettinn á Langamel, andvarpaði hann þungan og mælti til þeirra: »Svo segir mér hugur um, að þetta verði síðasti spretturinn, sem Fálki minn tekur með mig hérna á melunum; ég er þá og þegar úr sögunni, enda mun ég af fáum syrgður nema honum,« hann laut niður og klappaði Fálka um makkann og hálsinn; var næstum dottinn af baki, en klárinn hljóp undir fallið, svo hann réttist við. — Gunnar hafði þó rænu á að hýsa Fálka, gaf honum töðu og staldraði við hjá honum nokkura stund, strauk hann og klappaði. Fálki var eina ununin hans, hvort heldur hann var drukkinn eða ódrukkinn; það var eina lifandi veran, sem hann gat verið ein- lægur við, og eini vinurinn, sem hann talaði við. Og ekki varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.