Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 50

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 50
210 leit upp frá bréfinu og hortði framan í hana, stórum, undrandi augum. I’á þagnaði hún, og auðmýktin, sem henni hafði verið innrætt í fangelsinu, ruddi sér til rúms í hjarta hennar. Hún þyldi að líkindum ekki meiri vanvirðu, en hún hefði verðskuldað. Ingimar baslaði stöðugt við bréfið. Alt í einu kreisti hann það saman, og var því líkast sem hann orgaði upp yfir sig. »Eg get ekki lesið eitt einasta orð,« sagði hann og stappaði fætinum í jörðina. »Stafirnir dansa fyrir augunum á mér!« Hann gekk til Britu og greip utan um handlegginn á henni. »Er það satt, að það standi í bréfinu, að þér þyki vænt um mig?« Röddin var hás og hann var ófrýnn álitum. Brita þagði. »Stendur það þarná í bréfinu, að þér þyki vænt um mig?« endurtók hann, og var líkast því, að hann væri fokvondur. — »Já,« svaraði hún í hálf- um hljóðum. Hann skók handlegginn á henni og þeytti honum svo frá sér aftur. »Pú hefur þá logið! Pú hefur þá logið!« Hann rak upp hlátur og skældi andlitið óheimlega. — »Guð veit,« sagði hún há- tíðlega, »að ég hef beðið hann á hverjum degi að lofa mér að sjá þig, áður en ég færi.« — »Hvert ætlar þú að fara?« — »Ég fer auðvitað til Ameríku.« — »Svei mér þá alla daga.« Ingimar var eins og hann væri vitstola. Hann dróst nokkur skref inn í skóginn, þar fleygði hann sér niður í grasið; og nú var það hann, sem grét. Brita fór á eftir honum og settist hjá honum. Hún var svo glöð, að hún átti bágt með að stilla sig um að hlæja upphátt. — »Ingimar, Ingimar litli,« sagði hún og gerði sér gælur við hann. — ^Éér, sem þykir ég vera svo ljótur.* — »Éað þykir mér — eða hitt þó heldur.« — Ingimar fleygði hönd hennar frá sér.— »Lofaðu mér að segja þér frá öllu saman.« — »Pú getur sagt frá hverju sem þú vilt.« — »Manstu hvað þú sagðir fyrir réttinum, fyrir þrem árum síðan?« — »Já.« — >Að, ef mér snerist hugur, skyldir þú ganga að eiga mig.« — »Já, ég man það.« — »Eftir það fór mér að þykja vænt um þig. — Ég hefði ekki trúað því, að nokkur maður gæti talað þannig. Éað var yfirnáttúrlegt, at þú skyldir geta sagt það við mig, Ingimar, eftir alt, sem ég hafði afbrotið við þig. — Þegar ég þá leit framan í þig, sýndist mér þú fallegri en allir hinir, vitr- ari en þeir allir, og að þú værir sá eini maður, sem gott væri að búa saman við. Ég varð hugfangin af þér, og mér fanst þú til- heyra mér og ég þér. Og í fyrstunni var ég alveg viss um, að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.