Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 70
230 til, að þeir hafa orðið fyrir því happi, að birtast í jafngóðum búningi á íslenzku, eins og hér á sér stað. Er fyrsti fyrirlesturinn um Bjorn- son sem skáld, annar um hann sem stjórnmálamann, þriðji sem þjóð- menningarfrömuð og fjórði sem mann. Er hinn síðasti þeirra ekki síztur, þó á öllum þeirra sé mikið að græða. Og hér er líka um mann að ræða, sem vert er að kynnast, mann sem kalla má að beri höfuð og herðar yfir alla samtíðarmenn sína á Norðurlöndum, ekki að- eins í einni grein, heldur í mörgum. .Vér viljum því ráða sem flest- um til að fá sér þennan bækling um skáldkonunginn norska, því það eru holl áhrif, sem út frá honum streyma, enda jafnan mikils vert, að geta gert sér sem bezta grein fyrir öllu, er snertir jafnmikil andans stórmenni og Bjomson er. Og út frá honum leggur meiri yl og unað en flestum, ef ekki öllum, öðrum. V G. ÓÐINN, mánaðarblað með myndum. Ritstjóri Þorsteinn Gísla- son. Rvík 1903. Blað þetta, sem hóf göngu sína í apríl þ. á., á að verða skemti- blað í líking við »Sunnanfara« og flytja meðal annars myndir af merkum mönnum, lifandi og dánum. Byijar blaðið f því efni að ofan á kon- ungi voram og tekur þar næst ráðherrann og frú hans, og ætlar þá líklega að halda áfram á lfkan hátt niður metorðastigann, og getur þá svo farið, að sauðsvartur almúginn verði orðinn langeygður, áður en að honum er komið. Erágangurinn á þeim tveimur númerum, sem vér höfum enn séð, er sérlega góður, bæði prentun og pappír og mynd- iraar í bezta lagi. En innihaldið er ekki að sama skapi mergjað og tæplega meira en í meðallagi. V. G. ALMANAK 1905. XI. ár. (Ó. S. Thorgeirsson). Winnipeg 1904. Efnið f þessum árgangi er, auk tfmatalsins, æfiágrip þriggja manna (Sir Wilfrid Lauriers, Strathcona lávarðar og Jósefs Walters) ásamt myndum þeirra, »Vestur að Kyrrahafi« (ferðasaga), »Ráðherrastjórnin á íslandi* (með myndum) og »Safn til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi* — alt eftir séra Friðrik Bergmann. Er það, eins og vænta mátti, vel ritað, ferðasagan fjörug og skemtileg, og laglega synt á milli skers og bára í ummælum um nýju stjórnina íslenzku, en þó ljóst, að nöf. er ekki nógu kunnugur sumum mönnum, sem í henni sitja, sem ekki er heldur við að búast. — í almanaki þessu er og mynd af »Útilegumanninum«, höggmynd Einars Jónssonar frá Galtafelli. V. G. C. SKOVGAARÐ-PETERSEN: Í’ÝÐING TRÚARINNAR fyrir þann, sem vill komast áfram í heiminum. íslenzkað hefir Bjarni Jóns- son. Reykjavík 1904 (Sigurður Kristjánsson). Höfundurinn er sóknarprestur á Sjálandi. Hann ritar örfá »for- málsorð« fyrir bókinni. í’au eru á þessa leið: »Ég fór til »orðsins«, og það sagði: »farðu til reynslunnar! Ég fór til reynslunnar, og hún vís- aði mér aftur til orðsins, — og það gladdi sálu mína að fara með skilaboð milli þeirra.« Bókin er 231 blaðsíða að stærð. Hún er í 13 köflum. Fyrst er spuming sú borin fram: »Flestum mönnum leikur hugur á, að komast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.