Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 47
207 að ganga í kirkjuna, voru flestir komnir í sæti sín og verið að syngja inngöngusálminn. Ingimar varð litið yfir til kvennabekkjanna, þegar hann gekk inn kirkjugólfið. Allir stólar voru troðfullir, nema einn, í honum sat ein einasta kona. Pað var Brita. Og Ingimar þóttist vita, að enginn hefði viljað setjast hjá henni. Hann gekk nokkrum skref- um lengra; svo beygði hann yfir til kvennahliðarinnar, gekk inn í stólinn og settist við hliðina á Britu. Pegar hann kom inn til hennar, leit hún upp stórum augum. Hún hafði ekki fyr tekið eftir neinu. Nú skildi hún alt í einu, hvers vegna hún sat alein í stólnum. Pá veik guðræknistilfinningin, sem áður hafði gagntekið hana, fyrir sárri hrygð. Hvar átti þetta að lenda? Hvar átti þetta að lenda? Hún hefði hreint ekki átt að fara með honum. Tárin komu fram í augun á henni. Til þess að verjast gráti, tók hún gamla sálmabók, sem lá á stólbakinu fyrir íraman hana, og fór að lesa í henni. Hún blaðaði gegnum guðspjöll og pistla, án þess að sjá nokkurt orð fyrir tárunum, sem hún gat ekki stöðv- að. Alt í einu glampaði á eitthvað rautt fyrir augum henni; var það bókmiði með rauðu hjarta á, sem lá milli blaðanna. Hún los- aði hjartað og þokaði því yfir til Ingimars. Hún sá hvernig hann faldi það í stóra lófanum sínum og stalst til að líta á það. — Alt í einu lá það á gólfinu. »Hvar á þetta að lenda? Hvar á þetta að lenda?« hugsaði Brita og grét yfir sálmabókinni. Pau fóru úr kirkjunni, þegar presturinn hafði lokið ræðu sinni. Ingimar lagði á í mesta flýti og Brita hjálpaði honum. Pegar blessun og sálmasöng var lokið og kirkjufólkið kom út, voru þau öll á brott. Báðum var því nær hið sama í hug: Sá, sem hefur drýgt þvílíkan glæp, getur ekki lifað meðal annarra manna. Bæði fundu, að þau höfðu setið í skammakrók í kirkjunni. Hvorugt okkar getur afborið þetta, hugsuðu þau. Meðan þau sátu í þessum hrygðarhugleiðingum, sá Brita alt í einu heim að Ingimarsstöðum. Hún ætlaði tæpast að þekkja bæ- inn aftur, svo skínandi rauður var hann orðinn. Henni kom til hugar, að það hefði ætíð verið viðkvæðið, að það ætti að mála húsin, áður Ingimar gifti sig Síðast hefði brúðkaupinu verið frest- að, af því hann vildi ekki kosta málninguna. Hún sá, að nú hefði hann viljað bæta sem bezt úr öllu — en svo hefði það orðið honum um megn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.