Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 73

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 73
233 fyrir alþýðu manna. Og þau gefa bókinni mest gildi. En því miður eru sum dæmin eigi alveg rétt. Þau færa eigi fullar sannanir fyrir því, sem þau eiga að sanna. Á bls. 67—68 er t a. m. dæmi þetta: »Eitt ágætt dæmi höfum vér af heimsmarkaðinum, þar sem eru mjólkurbúa-afurðirnar í Kanada, útflutningur þeirra. Lands- hagsskýrslurnar sýna, að árið 1870 var ekki flutt út af osti frá Kanada nema einn tíundi hluti til móts við þann ost, sem var fluttur út frá Banda- ríkjunum. En 20 árum síðar var nærri jafnmikið flutt út frá báðum löndum; en tæpum 30 árum síðar (1898) var þrefalt til fjórfalt meiri ostur fluttur út frá Kanada en Bandaríkjunum. Ostaútflutningur frá Bandaríkjunum hafði þá minkað svo, að munaði 11 miljónum króna (úr 57 niður í 46 milj. kr.) á þessum 28 árum; en á sama tíma hafði hann aukist í Kanada svo, að munaði 144 miljónum kr. (frá 6 upp í 150 milj. kr.), Hver er nú orsökin til þessara eftirtakanlegu stakkaskifta? Ekkert annað en það, að sveitabændur í Bandaríkjunum létu sviknar vörur á markaðinn. í’egar ostaútflutningurinn frá Bandaríkjunum til Eng- lands fór stórum i vöxt, þá notuðu bændurnir sér það og bjuggu til ódýra osta og nefndu álitlegum nöfnum. Þeir bjuggu til osta úr hálfsestri og alsestri mjólk og smjörlíki, og seldu fullum fetum undir nafninu »xjómaostar«. í Kanada voru aftur á móti samþykt mörg lög, sem bönnuðu strengilega og komu í veg fyrir, að mjólkurbúaaf- urðir væru sviknar. Og afleiðingin varð sú, að ostamarkaður Banda- ríkjanna varð undir í samkepninni við Kanada. Það er hægt að segja, að þetta sé ekki nema eðlileg framför. En það má líka segja: Það er vandlæti drottins alsherjar, sem veldur þessu. En hvað sem öðru líður, þá sýnir þetta, hvað ráðvendnin þýðir og það eins og nú standa sakir.« Dæmi þetta hefir auðvitað við nokkur rök að styðjast. En höf. virðist hér »ganga út frá því gefnu«, að ostur sé einasta »útflutnings- vara« frá Bandaríkjunum og Kanada. Honum dettur ekki í hug, að Bandamenn hafi minkað ostagerð sína, af því þeir hafi haft meiri hag á öðrum »útflutningsvörum«. Auk þess getur höf. eigi haft hugmynd um, hve framfarir Kanada hafa verið stórstígar á þessum 28 árum, sem hann nefnir. Höfundurinn er með öllum rétti talinn í flokki allra-merkustu presta í Danmörku. Hann er áhuga-mikill trúmaður og vel metinn rithöf- undur. Hann er í öllu sómi stéttar sinnar í ríkiskirkjunni. Gallar þeir, sem eru á efni og efnisvali bókar þessarar, eru eigi honum að kenna. Hann færir aðeins skoðanir ríkiskirkjunnar í búning orða og ferst það vel. íslenzka þýðingin hefir tekist mjög vel. Málið er gott og máls- greinabyggingin víðast hvar ágæt. Reyndar finnast í bókinni einstök orð, sem eigi eru falleg í íslensku máli t. a. m. orðið »stundlegleiki.« Allur frágangur bókarinnar og ytri búningur er í bezta lagi. H. P. POSTULASAGAN I í nýrri þýðingu eftir gríska textanum. sem fylgt er í ensku þýðingu nýju. Reykjavík 1902. Það hefir dregist alt of lengi að geta um rit þetta í »Eimreið-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.