Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 34
194 Hann fann, að hann hlaut að gera það; og þó fanst honum það svo eriitt, að hann misti allan kjark, þegar hann hugsaði um það. »Guð veri mér náðugur,* sagði hann. — Ingimar Ingimarsson var ekki sá eini, sem var úti svo snemma morguns. Niðri á veginum, sem lá í bugðum milli akranna, kom gamall maður gangandi. Pað var ekki erfitt að sjá, hvaða atvinnu hann hafði, því hann bar langan rauðmálunarbursta á öxlinni og var allur rauðflekkóttur af málningarslettum frá hvirfli til ilja. Hann leit oft í kringum sig, eins og siður er umferðarmálara, til að skygnast eftir bæ, sem væri ómálaður, eða sem málningin væri orðin upplituð á af regni og sólskini. Honum virtist að fleiri en einn bær þyrfti málningar við, en gat þó ekki afráðið að fara heim á neinn þeirra. Loks kom hann upp á ofurlitla hæð og sá þaðan Ingimarsstaði, sem stóðu velhýstir í miðjum dalbotninum. »Guð minn góður,« hróp- aði hann upp og honum féllust hendur af gleði. »Ibúöarhúsið hefur ekki verið málað í hundrað ár, og það er alveg svart af elli, og útihúsin hafa aldrei málning séð. Og þvílíkur húsafjöldi! hér hef ég nóga vinnu fram til veturnótta.« Hann hafði ekki gengið lengi, áður hann sá mann við plæg- ingu. Sjáum til, þarna er bóndi, sem býr hér í grendinni og er kunnugur héraðinu, hugsaði málarinn, hann getur sagt mér alt, sem ég þarf að vita um bæinn þann arna. Hann gekk út af veginum inn á akurinn og spurði Ingimar, hvaða stórbær væri þarna, og hvort hann héldi, að það mundi vilja láta rauð- mála þar. Ingimar Ingimarsson hrökk við og starði á manninn, eins og hann væri svipur. »Guð hjálpi mér, ég sé ekki betur en þarna sé málari,« hugsaði hann. »Hvernig víkur þessu við!« Hann starði utan við sig á manninn og gat engu svarað. Hann mundi svo ofurvel, að æfinlega þegar einhver sagði við föður hans: »þér ættuð að láta mála þetta stóra, en ljóta íveru- hús yðar, faðir Ingimar,« var öldungurinn vanur að svara, að það skyldi hann gjöra áður en Ingimar giftist. Málarinn endurtók spurning sína hvað eftir annað, en Ingimar stóð höggdofa, eins og hann heyrði ekki. • Skyldu þeir nú hafa svarið tilbúið þar uppi himninum,« hugsaði hann. — »Er þetta bending frá föður mínum um, að hann vilji, að ég gifti mig í ár?«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.