Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 72
232 Ekki hefi ég heldur viljað telja nokkrum manni trú um, að sá maður, sem trúir á Krist, hreppi alt af aðalvinninginn í lífsins talnabúð og fái pyngjuna fulla. Gjörið yður eigi vonir um það! — Þó að eg hafi oft hér að framan tekið sérstaklega dæmi af auðugum mönnum, þá er það aðeins af því, að sagan færir ekki í letur hið hversdagslega. Ég álit ekki, að auðæfi fylgi trúnni að öllum jafnaði. Það eitt hefi ég viljað segja, að trúaður maður geti líka komist áfram i heiminum — já komist vel áfram; — trúnni fylgir að sönnu mikil áhætta, en hún á líka fyrirheit í tímanlegum efnum. Það er það, sem ég hefi viljað segja — því það er það, sem oft er dregið í efa. Ég hefi viljað taka hneykslunarhelluna burt af vegum guðs fólks, styrkja armlegg æskumannsins og segja við þann, sem er á báðum áttum: Vertu óhræddur! fyrirheitið liggur á bakvið áhættuna. Legðu út i það og þá ertu þegar kominn að landamærum fyrirheitanna. Vertu ekki .smeykur við mótstöðu heimsins! Farðu engan miðlunar- veg! I.eitaðu ekki stundarhagnaðar með því að láta trú þína sofa. Haltu lögmál drottins! Þá mun ekki að eins friður þinn verða eins og fljótsstraumur og réttlæti þitt eins og bylgjur sjávar, — heldur mun og drottinn bjóða blessuninni að vera hjá þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú munt éta af ávexti akursins, seðjast af hveitifitunni og vínbexjablóðinu, sjúga hunang úr björgunum og viðsmjör úr tinnu- steinunum, — því að drottinn þinn guð mun vera með þér. Það hefi ég viljað segja. Ég hygg, að andi drottins hafi stjórnað tali mínu;---------en hversu fátæklegt er þó ekki alt mannlegt tal um dýrðarfyllingu drottins! All- ur heimurinn er nakinn og ber fyrir honum, sem býr í hæðunum; hann er útbreiddur fyrir augum hans. — Hvað mundir þú eigi sjálfur, drottinn! geta birt af vitnisburðum um blessun trúarinnar, ef þú talaðir til vor úr skýjunum? Þú gætir látið allan heiminn tala. Sannanir mundu bruna áfram, eins og fossandi lækir niður fjallahlíðar og fjöll af efasemdum bráðna fyrir augliti þínu. — — — Sál mín freistast til að biðja drottin að tala með alvitundar- innar heilögu raust — — Sá Job býr í hverjum manni hér á jörðu, sem þráir að heyra drottin sjálfan tala í stormbyljum. Hvers vegna á svo mikið af því, sem getur sýnt heiminum blessun þá, sem fylgir lífinu í trúnni, hvers vegna á það að vera hulið augum vorum ? — Hvers vegna á þekking vor á sannleika drottins að vera svo í molum ? En það tjáir ekki að segja »hvers vegna.« — Drottinn þegir. Hann vill ekki skelfa oss, sem erum duft. Hann hefir ætlað oss sjálf- um að leita uppi og leggja saman brotin, sem vér finnum af sannleika hans hér á jörðunni og draga þau saman í einn ljóss-kjarna. Virstu svo drottinn! að leggja blessun þína yfir öll þau sannleiks- brot, sem þjónn þinn hefir séð! Og þau eru öll í einu lagi þetta: Hver sem leitar guðs og heimsins, finnur eigi guð; en hver sem leitar guðs eins, finnur heiminn hjá honum.«. Höf. færir alstaðar dæmi — bæði frá ritningunni og reynslunni — máli sínu til sönnunar. í dæmum þessum er mesti fróðleikur fólginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.