Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 36
196 og hefði feginn viljað gefa alla fegurð sína til að líta eins út eins og Ingimar og vera einn af Ingimarssonunum. Hann hafði ætíð tekið málstað lngimars móti dóttur sinni. og þótti vænt um, að svo vel var tekið á móti sér. Nokkru síðar, þegar frú Marta var komin inn með kaffið, fór hann að ympra á erindi sínu. »Eg var eiginlega að hugsa um,« sagði hann og ræskti sig, »ég ætlaði eiginlega að minnast á, hvernig við gætum ráðið fram úr fyrir henni Britu.« Bollinn, sem Marta gamla hélt á, hristist ofurlítið, svo að teskeiðin glamraði við undirskálina; svo varð dauðaþögn.— »Okkur hefur fundist bezt, að hún færi til Ameríku.« Hann hætti aftur. — Sama þögnin. — Hann andvarpaði yfir þessum kynlegu mæðginum. »Pað er búið að kaupa farbréf handa henni.« — »Hún kemur þó heim fyrst?« spurði nú Ingimar. — *Nei, hvað ætti hún að gera heim?« Ingimar þagnaði aftur; hann sat með hálflokuð augun, hreyf- ingarlaus eins og sofandi maður. í stað hans fór nú frú Marta að spyrja: »Hún þarf víst að fá föt?« — »I’að er séð fyrir öllu, sem hún þarf með, íeröakoffortið er reiðubúið hjá Löfberg kaup- manni; við förum þangað, þegar við komum til bæjarins.« — »Og fer ekki móðir hennar þangað til að sjá hana?« »Já, hana langar nú til þess, en ég segi það sé betra að sleppa því að sjást.« — »Pað getur nú verið.« — »Pað liggur farbréf og peningar hjá Löfberg og bíða hennar, svo hún fær alt, sem hún þarf með.« — »Mér fanst rétt að láta Ingimar vita þetta, svo hann þyrfti ekki að hugsa frekar um það,« sagði þingmaðurinn. — Marta gamla svaraði engu. Hún sat með kollhettuna aftur á hnakka og horfði ofan á svuntuna sína. »Nú ætti Ingimar að fara að hugsa um nýtt kvonfang« — þau þögðu bæði framvegis. — »þér þurfið hjálpar við með búskapinn, frú Marta. Ingimar verður að sjá um að þér getið átt gott í ellinni«--------Pingmaðurinn þagnaði nú líka og- velti fyrir sér, hvort þau í rauninni heyrðu það, sem hann var að segja. »Ég og konan mín viljum reyna að jafna alt aftur.« — Meðan þingmaðurinn lét dæluna ganga sat Ingimar hreyfingar- laus og fyltist smámsaman miklum fögnuði. — Brita átti að fara til Ameríku, og hann þurfti ekki að ganga að eiga hana. Ekkert morðkvendi átti að verða húsfreyja á Ingimarsstöðum. Han sat þögull af því honum fanst ekki við eigandi að láta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.