Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 26

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 26
akrana, eins og að sjá hamastrað skip fyrir fulluin seglum gnæfa yfir endalausan sjávarflötinn. Hvílík jörð er það sem þú átt! hugsaði bóndinn Pat eru mörg vel timbruð hús og góð búslóð og duglegir hestar, og vinnu- fólkið er mestu trygðatröll. Pú ert að tninsta kosti eins ríkur og hver sem vera skal í héraðinu, og aldrei þarftu að óttast að þú farir á vonarvöl. »Já, það er nú heldur ekki fátæktin, sem ég er hræddur við« sagði hann svo sem svar upp á eigin hugsun sína. »Eg skyldi vera ánægður, ef ég bara væri eins heiðarlegur maður og hann faðir minn og afi«. »Pað var heimskulegt að ég fór að hugsa um þetta« hélt hann áfram, »ég var svo glaður áðan; en lítum nú bara á þetta eitt: Meðan faðir minn lifði, höguðu allir nágrannarnir sér eftir honum í smáu sem stóru. Sama morguninn, sem hann byrjaði að slá, byrjuðu þeir líka, og sama daginn, sem við fórum að plægja akrana hérna á Ingimarsstöðum, lögðu þeir af stað með plógana sína hér um allan dalinn. En nú er ég búinn að plægja hér í tvo klukkutíma, án þess að nokkur lifandi maður sé svo mikið sem farinn að brýna plógskerann sinrn. »Mér finst ég hafa setið jörðina eins vel og hver annar, sem heitið hefir Ingimar Ingimarsson«, sagði hann. Eg hef fengið meira fyrir heyið mitt en hann faðir minn fékk, og ég læt mér ekki lynda mjóu, grasgrónu skurðina, sem lágu gegnum akrana, meðan hann lifði. Og dagsatt er það, að ég fer ekki eins illa með skóginn og hann faðir minn, sem altaf hjó hann til kola- brenslu«. f »Mér fellur það oft og einatt þungt«, sagði bóndinn, »ég get ekki ætíð hrist það ffarn af mér eins og í dag. Meðan hann faðir minn og afi minn voru á hfi, var það almannarómur, að Ingimar- arnir hefðu lifað svo lengi í heiminum, að þeir vissu, hvernig guð almáttugur vildi alt vera láta; og þeir voru hreint og beint beðn- ir, margbeðnir, að ráða öllu í sveitinni. IJeir völdu bæði prest og hringjara, þeir ákváðu, hvenær ætti að hreinsa ána og hvar skóla- húsið ætti að standa. En mig spyr enginn ráða, ég hef yfir engu að segja. — Hvað um það; undarlegt er, hversu sorgirnar geta virzt léttar að bera svona að morgni dags; nú gæti ég næstum hlegið að því öllu saman. Og þó er ég hræddur um, að alt verði mér erfiðara í haust, en nokkru sinni áður. Ef ég geri það, sem

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.