Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 65
225 — en hvað var þetta annað? — Hún átti bágt með að svara, en stundi þó upp: »Bjarni! Er þér alvara?« »Já, mér er alvara; ef þú vilt ekki eiga hann, fer ég með Fálka heim með mér og læt honum líða vel.« »Mér finst ég ekki skilja þig. Eg hélt þú þyrðir ekki að eiga verðið hjá mér,« Björg leit niður, eins og hún fyriryrði sig fyrir fátækt sína. »Eg ætlast ekki til endurgjalds fyrir hann, ég vil aðeins fá að vita, hvort þú vilt eiga hestinn?« Björg vissi ekki hvað hún ætti að segja, fann engin orð, sem gætu átt við; um síðir fékk hún málið, en leit þó ekki upp: »Eg játa það, að Fálki var og er það eina úr búinu, sem mig langaði til að eiga; en þegar Jón vísaði mér frá boðinu, hvarf sú hugsun með öllu, að ég myndi nokkurn tíma eignast hann. Ég finn vel, að það var barnaskapur af mér að bjóða í hann, en ég hélt«..............hún gat ekki haldið áfram; tvö stór tár, sem höfði svo djúpar rætur í viðkvæmni hennar, læddust ofan kinn- arnar og töfðu fyrir orðunum. Hún þerði tárin með svuntuhorn- inu sínu, herti svo upp hugann og bætti við; en það var ekki það sama, sem hún ætlaði að segja áður. »Og þó mér standi Fálki til boða núna, þá vil ég ekki taka við honum, nema með því móti að borga hann, þegar ég hefi efni á því.« »Um það getum við talað síðar.« »Bá ætla ég að taka við honum,« og Björg hálfhvíslaði orð- unum. Hún fann blóðið streyma svo ótt til höfuðsins, þegar hún faldi hönd sína í lófa Bjarna — það rann einhvernveginn öðruvísi en áður. Hún ætlaði og að segja eitthvað í þakklætis skyni, en orðin dóu á vörunum; tungan var svo bundin af viðkvæmum til- finningum, að mál hennar heyrðist ekki. Allir vóru farnir og kyrð og ró hvíldi yfir Grund, eins og svo mörgum sinnum áður; en það var eitthvað svo einmanalegt þetta kveld eftir uppboðið. Björg gekk upp með bæjarlæknum, og settist niður í hvamminum litla, sem var nú orðinn fagurgrænn af hressandi og lífgandi úða lækjar- ins. Hún hafði svo oft setið þarna áður í ljúfum vornæturdraumum, og nú sökti hún sér djúpt niður í hugsanir sínar, og hvíldi í svefnkendri, 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.