Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 65

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 65
225 — en hvað var þetta annað? — Hún átti bágt með að svara, en stundi þó upp: »Bjarni! Er þér alvara?« »Já, mér er alvara; ef þú vilt ekki eiga hann, fer ég með Fálka heim með mér og læt honum líða vel.« »Mér finst ég ekki skilja þig. Eg hélt þú þyrðir ekki að eiga verðið hjá mér,« Björg leit niður, eins og hún fyriryrði sig fyrir fátækt sína. »Eg ætlast ekki til endurgjalds fyrir hann, ég vil aðeins fá að vita, hvort þú vilt eiga hestinn?« Björg vissi ekki hvað hún ætti að segja, fann engin orð, sem gætu átt við; um síðir fékk hún málið, en leit þó ekki upp: »Eg játa það, að Fálki var og er það eina úr búinu, sem mig langaði til að eiga; en þegar Jón vísaði mér frá boðinu, hvarf sú hugsun með öllu, að ég myndi nokkurn tíma eignast hann. Ég finn vel, að það var barnaskapur af mér að bjóða í hann, en ég hélt«..............hún gat ekki haldið áfram; tvö stór tár, sem höfði svo djúpar rætur í viðkvæmni hennar, læddust ofan kinn- arnar og töfðu fyrir orðunum. Hún þerði tárin með svuntuhorn- inu sínu, herti svo upp hugann og bætti við; en það var ekki það sama, sem hún ætlaði að segja áður. »Og þó mér standi Fálki til boða núna, þá vil ég ekki taka við honum, nema með því móti að borga hann, þegar ég hefi efni á því.« »Um það getum við talað síðar.« »Bá ætla ég að taka við honum,« og Björg hálfhvíslaði orð- unum. Hún fann blóðið streyma svo ótt til höfuðsins, þegar hún faldi hönd sína í lófa Bjarna — það rann einhvernveginn öðruvísi en áður. Hún ætlaði og að segja eitthvað í þakklætis skyni, en orðin dóu á vörunum; tungan var svo bundin af viðkvæmum til- finningum, að mál hennar heyrðist ekki. Allir vóru farnir og kyrð og ró hvíldi yfir Grund, eins og svo mörgum sinnum áður; en það var eitthvað svo einmanalegt þetta kveld eftir uppboðið. Björg gekk upp með bæjarlæknum, og settist niður í hvamminum litla, sem var nú orðinn fagurgrænn af hressandi og lífgandi úða lækjar- ins. Hún hafði svo oft setið þarna áður í ljúfum vornæturdraumum, og nú sökti hún sér djúpt niður í hugsanir sínar, og hvíldi í svefnkendri, 15

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.