Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 55

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 55
215 Pjóðin varö sem Rán í roki, ruddist fram á orða þingum, spýtti hrákum, spyrnti fótum, sparkaði, lamdi sig í kringum. Allir landsins eldismagar óskuðu værðar lötum búki, litu niður á mikla manninn, niændu upp að Valda-hnjúki. Breyta vildi hann mörgu mikið — mörgu því, sem venjan hafði löggilt fyrir ótal árum, ýmsu er menningþjóðar krafði. — Búin sauðar gæru-gerfi gamalkredda manninn elti, leit hann stöðugt illu auga apaketta niður belti. Áhuginn var eldibrandur, eljan svo sem bára á skeri; vann hann margt með þessum þingum, þar sem margur undan sneri. Launin vóru auðsæ altaf: orðaskarn á deilu þingi; fyrir ást til fósturjarðar fjandskapur í almenningi. Að honum rakkar grimmir geltu, glepsuðu fast í hásinina. Tortrygni og Ofund ýttu undir Heimsku ogFramhleypniná; Undirferli og Óvild hvæstu, að honum blésu þoku kaldri. Höfuðið bar ’ann hátt að vísu — hæruskotið á miðjum aldri. Eiturskeytin um hann þutu, er hann fór um þjóðarveginn. I’ar var margur bogi bentur, beygður saman, örvar-dreginn. Enginn maður má til lengdar margnum við, og því er miður. Fyrir honum féll til jarðar, féll hann loks í valinn niður. Fátækur og framúrlegur féll hann svona niður í valinn, þar sem áður móti morgni margur hné, sem ekki er talinn. Kringla heims af leti-lyddum liggur við, að ofur-hlaðist, þar sem bæði Móði og Magni missa lífið, geta ei’ staðist. — Velkomið að hrósa happi, hnakka-rýri kinna-breiður, hala-glæsir, herða-knútur, huppaþykki spora-gleiður, aftur-fætti grímu-gengill, grafar-landa klukku-fori! Maðurinn fallni upprís aftur endurborinn á næsta vori. Takið sundur augna opin, ungi maður á förnum vegi! gamli maður á grafarbakka! gerið ekki nótt úr degi. Hlustið eftir herblæstrinum, hvellum lúðri nýrrar aldar. meðan lands og sævarsali sóhn rauðu og bláu tjaldar. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.