Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 11

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 11
167 Sagan er svona: Faðir minn seldi verzlunarhús sín, sama árið og ég fór suður, Guðbrandi nokkrum Guðbrandssyni, sem mest verzlaði með glingur, silkibönd, »blúndur« og leggingar, ásamt sjölum og silki- dúkum. Það herti einnig á breytingunni, að hjón komu úr Reykjavík, og settust að á Setbergi. Hjón þessi voru: Benedikt Gabríel og kona hans, en síra Jón Benediktsson var faðir hans. Kona þessi var vel ment, bæði til munns og handa, hafði verið 8 ár í Kaupmannahöfn hjá tignu fólki, og numið flestar listir, sem þá voru um hönd hafðar. Meðal annars lék hún fyrirtaks vel á gítar, og skemti hún okkur oft með hljóðfæraslætti og söng, því stutt var á milli Setbergs og Grundar- fjarðar. Hana nú, hugsaði ég, nú er stundin komin. Fór ég inn til móður minnar og segi henni, að ég hafi heitstrengt, þegar ég var í Reykja- vík, að ég skyldi læra á gítar, hvenær sem tækifæri byðist, einhvern- tíma á æfinni; og einmitt nú kæmi tækifærið fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á mér. Móðir mín tók því vel, en taldi vandkvæði á, að faðir minn mundi ekki vilja það; það væri vinnutöf. »Svo held ég«, sagði hún, »að þú getir hvergi fengið gítar«. Ég hafði frétt, að inni í Stykkishólmi væri einn, sem enginn léki á. í’etta var um réttir, en komin var ég inn í Stykkishólm 20. sept. og búin að fá gítar. Frá Grundarfirði og inn í Stykkishólm er þing- mannaleið. Kona Benedikts Gabríels bauðst til að ikenna mér, og skyldi byrja næsta sunnudag. Ég man, hvað ég hlakkaði til í fyrsta skifti sem hún átti að koma. Hún sýndi mér tónstigana nokkrum sinn- um, og skildi þá eftir hjá mér; en þegar hún kæmi aftur, átti ég að vera búin að æfa þá til fulls. Já, nú var úr vöndu að ráða, því föður mínum þótti svo ljótt þetta gítarspil, þetta garg, sem hann kallaði, og bætti svo við: »Það er nóg, að ég er búinn að kenna þér vel á langspil.« í’á tók ég upprá því í rökkrunum á rúmhelgum dögum, að vera ein 1' gesta- stofunni, norðurstofunni; það gat ekki heyrst, því stofa var á milli; og mamma gaf mér svolítið tólgarkerti í ljósapípu, því hvorki var kom- in steinolla né sterínkerti þá. í stofu þessari var að sönnu »bíleggjari«, en ég lagði aldrei í hann, En það er ekki ofsagt, að stundum hafi verið í stofunni 10 stiga kuldi, og þó hélt ég áfram að æfa mig og lærði tónstigana. Þá kom móðir mín, þegar henni ofbauð, er kuldinn var rnestur, og spurði mig, hvort ég ætlaði að sálga mér með þessu; því þetta væri ekkert vit; en ég hætti ekki, fyr en ég var búin með æfinguna; og það segi ég satt, að mér hefir aldrei orðið eins kalt, eins og við þetta verk; en viljinn var svo sterkur, að stundum fann ég ekki til handanna af kulda og var öll gagntekin, og þá hætti ég í hvert sinn. Þegar kom fram yfir jólin, ég man það var á sunnudag, þá fór ég óaðspurt inn í stofuna með gítarinn, þegar búið var að lesa húslesturinn; þá var svo kalt, að ekki var lifandi í norðurstofunni. Þá fór ég að spila í suðurstofunni, ósköp lágt, og beitti mér ekki að syngja, til þess að faðir minn skyldi ekki heyra til mín, Þetta gerði ég í hveiju rökkri héðan af, því móðir mín sagði mér það. Þegar ég var farin að spila lög í suðurstofunni, kom faðir minn einusinni til mín, og sagði: »Þú veizt þó hvað þú vilt, Anna litla,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.