Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 15

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 15
i7i En Eiki hafði lesið blöðin, og það hafði hún ekki. — Pað á að koma stjarna og rekast á jörðina, sagði hann. Pað hefur staðið í blöðunum. — Pá kemur hann líklega í stjörnunni, hugsaði Tobba. Og þá fer eins og ég spáði, að við deyjum ekki. — Tað getur orðið nógu bölvað samt, andvarpaði Stjana. Hún rifjaði upp í huganum smásyndir sínar. Pví miður hefði hún aldrei verið guðrækin að neinum mun, því þeim, sem guðræknir væru, fyrirgæfist mikið—að sögn. — Já, drottinn rannsakar hjörtun og nýrun, sagði Tobba. Hún þóttist nokkurnveginn viss um sig. Hún hafði aldrei lagt niður að lesa morgunbænina sína. Pað var verra með Eirík, hugs- aði hún með sér, það gæti orðið örðugt að frelsa hann. Reyndar var hann víst enginn stór-syndari. Én hún efaðist um, að hann myndi svo mikið sem faðirvorið sitt. Og langa lengi hafði hún ekki talað við hann undir fjögur augu; Stjana var altaf með þeim og svaf í sömu baðstofunni og þau, svo það var ekki um að tala, að hún hefði getað fengið tækifæri til að rifja upp fyrir honum hið allra-nauðsynlegasta í ró og næði. Eiki stóð enn með reipið í hendinni. Hann var langt kominn með fjórðu hrossanálina. Hann braut heilann. Pá þótti Tobbu bagginn á hinu reipinu vera orðinn nógu stór. — Komdu og bittu, maður, kallaði hún. Hún var búin að draga í hagldirnar. Þá kom í ljós árangurinn af heilabrotum Eika. — Ég veit reyndar ekki, því við hættum ekki, — hvað við erum að draga það? sagði hann. Hvað höfum við með hey að gjöra ? — Pað er ekki gott að vita, anzaði Tobba. En við verðum að koma því inn, áður en hann skellur yfir. Eiki spýtti seinustu hrossanálinni út úr sér og gaufaði sig upp á baggann — hann sá sér ekki annað fært. Stjana bjó yfir leyndu áformi. Bærinn var óskaplegt greni. Pað væri munur, ef maður gæti látist eiga heima á næsta bæ — á Hrauni. Par var timburhús. Og ef hún svo væri á nýjum skóm, — þá gæti hún gjört sér í kvöld. Pá gæti verið, að drotni litist betur á hana og dómurinn yrði vægari. Pegar Eiki var aftur lagður af stað til hlöðunnar, með bagg- ann á bakinu, herti hann upp hugann og sagði við húsfreyju:

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.